Erlent

Skemmtiferðaskip bjargaði 345 strönduðum flóttamönnum

Skipið var allt of lítið til að bera þá 345 ferðamenn sem á því voru.
Skipið var allt of lítið til að bera þá 345 ferðamenn sem á því voru. Vísir/AP
Skemmtiferðaskip bjargaði rúmlega 300 manns, sem flestir eru sýrlenskir flóttamenn, er strandað höfðu undan eyjunni Kýpur í Miðjarðarhafi í morgun.

Dómsmálaráðherra landsins sagði í samtali við fréttaveituna AP að þeim 345 sem bjargað var í dag, þar af 52 börnum, verði veitt læknisaðstoð og að flóttamennirnir muni fá hæli á Kýpur meðan ráðið verður í næstu skref.

Talið er að skipið hafi farið af leið í miklu óveðri sem geisaði í austurhluta Miðjarðarhafsins í nótt sem hafi ollið því að það rak á grynningar.

Skemmtiferðaskip á vegum Salamis Cruise Lines sem var á siglingu ekki langt frá strandstað fékk björgunarbeiðni frá kýpverskum hafnaryfirvöldum sem ákveðið var að verða við.

Skipið sem bar var flóttamennina var lítið og drekkhlaðið. Það strandaði um 50 sjómílum út af borginni Paphos á suðvesturströnd eyjunnar.

Þúsundir flóttamanna frá Afríku og Austurlöndum nær flykkjast nú út á Miðjarðarhafið undan ófriðarástandinu sem þar ríkir.Alls hafa því rúmlega 3000 flóttamenn látist það sem af er ári.

Flestir þeirra sem leggja förina á sig koma frá stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi, Líbýu og Eritreu á austurströnd Afríku. Mörgum hefur þó tekist siglingin og talið er að um 130 þúsund flóttamenn hafi náð ströndum Ítalíu í ár, borið saman við 60 þúsund allt árið í fyrra samkvæmt tölum frá Flóttamannstofnun Sameinuðu þjóðanna.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×