Kosningaþátttakan stóð ekki undir vonum sigurvegarans Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. maí 2014 06:00 Atkvæði talin í Egyptalandi. Nordicphotos/AFP Þótt herforinginn fyrrverandi, Abdel Fattah el Sissi, hafi fengið meira en 95 prósent atkvæða í forsetakosningunum í Egyptalandi, þá hefur hann orðið fyrir sárum vonbrigðum því kosningaþátttakan var ekki nema 46 prósent. Þetta er ekki minnsta þátttaka sem mælst hefur í kosningum í Egyptalandi á síðustu árum, en þó minna en þau 52 prósent sem tóku þátt í forsetakosningunum árið 2012, þegar erkióvinur hans, Mohammed Morsi, vann ótvíræðan sigur. El Sissi steypti Morsi úr forsetastólnum síðastliðið sumar og efndi til kosninga nú, í von um að hljóta yfirgnæfandi stuðning frá þjóðinni. Kosningaeftirlitsmenn frá Evrópusambandinu hafa fátt við framkvæmd kosninganna að athuga, en gagnrýna á hinn bóginn aðdraganda þeirra og framsetningu.Abdel fattah el sissi Herforinginn sem nældi sér í forsetaembættið. nordicphotos/AFPSigurvegarinn hafi nánast setið einn að kosningaumfjöllun í fjölmiðlum og fjárhagslegir yfirburðir hans, í skjóli ríkissjóðs, hafi óspart verið notaðir gegn þeim eina mótframbjóðanda, sem lagði í slaginn. Einn kosningaeftirlitsmannanna, Robert Goebbels frá Lúxemborg, segir kosningarnar vissulega hafa verið „frjálsar, en ekki að öllu leyti sanngjarnar“. Þegar ljóst varð á þriðjudag að kosningaþátttakan væri afar dræm reyndu stjórnvöld að auka hana með því að framlengja kosningarnar um einn dag. Þær hófust á mánudag og áttu að standa fram á þriðjudag en voru framlengdar fram á miðvikudaginn. Á þriðjudaginn hótuðu stjórnvöld fólki sektum mætti það ekki á kjörstað. Áttu sektirnar að nema jafnvirði tæpra átta þúsund króna, sem er nokkuð há upphæð fyrir almenning í Egyptalandi. Einnig buðu stjórnvöld fólki ókeypis ferðir á kjörstað, bæði með strætisvögnum og lestum. Mótframbjóðandinn eini, vinstrimaðurinn Hamdín Sabahí, viðurkenndi ósigur sinn í gær, en sagði tölur um kosningaþátttökuna engan veginn trúverðugar: „Þetta er móðgun við greind Egypta.“ Morsi situr nú í fangelsi ásamt þúsundum félaga sinna úr Bræðralagi múslima. Hundruð þeirra hafa verið dæmd til dauða. El Sissi hefur óspart beitt ríkisvaldinu til þess að bæla niður samtökin, banna starfsemi þeirra og hóta liðsmönnum frekari refsingum. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Þótt herforinginn fyrrverandi, Abdel Fattah el Sissi, hafi fengið meira en 95 prósent atkvæða í forsetakosningunum í Egyptalandi, þá hefur hann orðið fyrir sárum vonbrigðum því kosningaþátttakan var ekki nema 46 prósent. Þetta er ekki minnsta þátttaka sem mælst hefur í kosningum í Egyptalandi á síðustu árum, en þó minna en þau 52 prósent sem tóku þátt í forsetakosningunum árið 2012, þegar erkióvinur hans, Mohammed Morsi, vann ótvíræðan sigur. El Sissi steypti Morsi úr forsetastólnum síðastliðið sumar og efndi til kosninga nú, í von um að hljóta yfirgnæfandi stuðning frá þjóðinni. Kosningaeftirlitsmenn frá Evrópusambandinu hafa fátt við framkvæmd kosninganna að athuga, en gagnrýna á hinn bóginn aðdraganda þeirra og framsetningu.Abdel fattah el sissi Herforinginn sem nældi sér í forsetaembættið. nordicphotos/AFPSigurvegarinn hafi nánast setið einn að kosningaumfjöllun í fjölmiðlum og fjárhagslegir yfirburðir hans, í skjóli ríkissjóðs, hafi óspart verið notaðir gegn þeim eina mótframbjóðanda, sem lagði í slaginn. Einn kosningaeftirlitsmannanna, Robert Goebbels frá Lúxemborg, segir kosningarnar vissulega hafa verið „frjálsar, en ekki að öllu leyti sanngjarnar“. Þegar ljóst varð á þriðjudag að kosningaþátttakan væri afar dræm reyndu stjórnvöld að auka hana með því að framlengja kosningarnar um einn dag. Þær hófust á mánudag og áttu að standa fram á þriðjudag en voru framlengdar fram á miðvikudaginn. Á þriðjudaginn hótuðu stjórnvöld fólki sektum mætti það ekki á kjörstað. Áttu sektirnar að nema jafnvirði tæpra átta þúsund króna, sem er nokkuð há upphæð fyrir almenning í Egyptalandi. Einnig buðu stjórnvöld fólki ókeypis ferðir á kjörstað, bæði með strætisvögnum og lestum. Mótframbjóðandinn eini, vinstrimaðurinn Hamdín Sabahí, viðurkenndi ósigur sinn í gær, en sagði tölur um kosningaþátttökuna engan veginn trúverðugar: „Þetta er móðgun við greind Egypta.“ Morsi situr nú í fangelsi ásamt þúsundum félaga sinna úr Bræðralagi múslima. Hundruð þeirra hafa verið dæmd til dauða. El Sissi hefur óspart beitt ríkisvaldinu til þess að bæla niður samtökin, banna starfsemi þeirra og hóta liðsmönnum frekari refsingum.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira