Erlent

Nærri þriðjungur jarðarbúa of þungur

Í Bandaríkjunum búa 13 prósent þeirra jarðarbúa sem eiga við ofþyngd eða offitu að stríða.
Í Bandaríkjunum búa 13 prósent þeirra jarðarbúa sem eiga við ofþyngd eða offitu að stríða. Vísir/AP
Nærri þriðji hver jarðarbúi er nú of þungur, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í gær. Ekki í einu einasta landi heims hefur tekist að draga úr offitu síðustu þrjá áratugina.

Þetta kemur fram í læknatímaritinu The Lancet, en könnunin var gerð undir forystu vísindamanna við Washington-háskóla í Bandaríkjunum.

Meginniðurstöðurnar eru þær að meira en tveir milljarðar jarðarbúa eru of þungir eða of feitir, og hefur ástandið versnað jafnt og þétt. Hæst er hlutfallið reyndar í Mið-Austurlöndum og norðanverðri Afríku, þar sem nærri 60 prósent karla og 65 prósent kvenna eru of þung.

Fram kemur að töluverð tengsl eru á milli fátæktar og offitu. Í svonefndum þróunarlöndum hefur fólk fitnað nokkuð eftir að hagur þess batnaði. Í vestrænum velferðarlöndum hefur hins vegar aðeins tekið að hægja á þessari þróun á allra síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×