Segjast ætla að hreinsa svæðið af hryðjuverkum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2014 12:15 Skólahúsið er gríðarlega skemmt eftir fjöldamorðin í gær. Vísir/AFP Fjölmiðlar fengu í morgun aðgang að skólanum í Peswhar þar sem sjö vígamenn myrtu 148 manns í gær. Flestir hinna látnu voru börn. Skólinn skemmdist gríðarlega í átökum hersins við vígamennina. Hershöfðinginn Asim Bajwa sagði fjölmiðlum að vígamennirnir sjö hefðu allir verið í sprengivestum. Þeir komust inn á lóðina með því að klifra yfir vegg með stiga. Þá fóru þeir í samkomusal skólans og þar upp á svið. Þaðan skutu þeir á börnin, en Bajwa sagði að herinn hefði fundið um hundrað lík þar inni. Bajwa sagði í morgun að herinn myndi taka hart á Talíbönum vegna ódæðisins og að yfirvöld í Islamabad vonuðust til þess að Afganistan myndi gera slíkt hið sama á næstu dögum.Forsætisráðherra Pakistan, Nawas Sharif, segist hafa rætt við Ashraf Ghani, forseta Afganistan, um hvernig löndin tvö geta barist gegn hryðjuverkum í sameiningu. Herir beggja ríkja munu nú ráðast gegn Talíbönum við landamæri ríkjanna. Pakistan hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, gagnrýnt stjórnvöld í Afganistan fyrir að taka ekki nægilega hart á Talíbönum innan Afganistan, sem halda til við landamæri Pakistan. Talíbanar í Afganistan hafa hinsvegar fordæmt fjöldamorðin í skólanum í Peshwar og segja árásina vera gegn anda Íslam. Talsmaður Talíbana í Pakistan sendi frá sér tölvupóst í morgun þar sem hann sagði árásina vera réttmæta, þar sem herinn hafi um árabil myrt börn og fjölskyldur vígamanna Talíbana. Mohammad Khurasani hét frekari árásum og biðlaði til íbúa Pakistan að draga úr tengslum sínum við herinn. 29 voru handteknir í og nærri Peshawar í gær og loftárárásir voru gerðar á Talíbana víða í Pakistan.Stórir blóðpollar voru víða um skólann.Vísir/AFPÞegar árásin hófst var skólastjóri skólans á skrifstofu sinni og þegar vígamennirnir reyndu að ná henni, læsti hún sig inn á baði. Þeir köstuðu þó handsprengju inn í gegnum loftrúðu og drápu hana. Þá segir DailyMail frá því að börn hafi verið neydd til að horfa á vígamennina brenna kennara lifandi. Einn mannanna er sagður hafa sprengt sig í loft upp í skólastofu með 60 börnum. Tengdar fréttir Margir fallnir í árás á skóla í Pakistan Að minnsta kosti tuttugu námsmenn eru látnir og fjörutíu særðir í árás á skóla sem pakistanski herinn rekur í borginni Peshawar í Pakistan. 16. desember 2014 08:58 Minnst áttatíu börn látin í árás Talibana í Pakistan Vígamenn hófu skothríð á samkomu barna í skóla. 16. desember 2014 10:49 Drápu hátt á annað hundrað skólabarna Pakistanska talibanahreyfingin lýsti yfir ábyrgð sinni á fjöldamorðum í skóla í Peshawar. Árásin hefur verið fordæmd af þjóðarleiðtogum víða um heim. 17. desember 2014 07:15 Þriggja daga þjóðarsorg í Pakistan Íbúar í pakistönsku borginni Peshawar eru byrjaðir að grafa alla þá sem létust í árás talibana á skóla í borginni fyrr í dag. Alls létust 132 börn í árásinni og níu fullorðnir. 16. desember 2014 22:18 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Fjölmiðlar fengu í morgun aðgang að skólanum í Peswhar þar sem sjö vígamenn myrtu 148 manns í gær. Flestir hinna látnu voru börn. Skólinn skemmdist gríðarlega í átökum hersins við vígamennina. Hershöfðinginn Asim Bajwa sagði fjölmiðlum að vígamennirnir sjö hefðu allir verið í sprengivestum. Þeir komust inn á lóðina með því að klifra yfir vegg með stiga. Þá fóru þeir í samkomusal skólans og þar upp á svið. Þaðan skutu þeir á börnin, en Bajwa sagði að herinn hefði fundið um hundrað lík þar inni. Bajwa sagði í morgun að herinn myndi taka hart á Talíbönum vegna ódæðisins og að yfirvöld í Islamabad vonuðust til þess að Afganistan myndi gera slíkt hið sama á næstu dögum.Forsætisráðherra Pakistan, Nawas Sharif, segist hafa rætt við Ashraf Ghani, forseta Afganistan, um hvernig löndin tvö geta barist gegn hryðjuverkum í sameiningu. Herir beggja ríkja munu nú ráðast gegn Talíbönum við landamæri ríkjanna. Pakistan hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, gagnrýnt stjórnvöld í Afganistan fyrir að taka ekki nægilega hart á Talíbönum innan Afganistan, sem halda til við landamæri Pakistan. Talíbanar í Afganistan hafa hinsvegar fordæmt fjöldamorðin í skólanum í Peshwar og segja árásina vera gegn anda Íslam. Talsmaður Talíbana í Pakistan sendi frá sér tölvupóst í morgun þar sem hann sagði árásina vera réttmæta, þar sem herinn hafi um árabil myrt börn og fjölskyldur vígamanna Talíbana. Mohammad Khurasani hét frekari árásum og biðlaði til íbúa Pakistan að draga úr tengslum sínum við herinn. 29 voru handteknir í og nærri Peshawar í gær og loftárárásir voru gerðar á Talíbana víða í Pakistan.Stórir blóðpollar voru víða um skólann.Vísir/AFPÞegar árásin hófst var skólastjóri skólans á skrifstofu sinni og þegar vígamennirnir reyndu að ná henni, læsti hún sig inn á baði. Þeir köstuðu þó handsprengju inn í gegnum loftrúðu og drápu hana. Þá segir DailyMail frá því að börn hafi verið neydd til að horfa á vígamennina brenna kennara lifandi. Einn mannanna er sagður hafa sprengt sig í loft upp í skólastofu með 60 börnum.
Tengdar fréttir Margir fallnir í árás á skóla í Pakistan Að minnsta kosti tuttugu námsmenn eru látnir og fjörutíu særðir í árás á skóla sem pakistanski herinn rekur í borginni Peshawar í Pakistan. 16. desember 2014 08:58 Minnst áttatíu börn látin í árás Talibana í Pakistan Vígamenn hófu skothríð á samkomu barna í skóla. 16. desember 2014 10:49 Drápu hátt á annað hundrað skólabarna Pakistanska talibanahreyfingin lýsti yfir ábyrgð sinni á fjöldamorðum í skóla í Peshawar. Árásin hefur verið fordæmd af þjóðarleiðtogum víða um heim. 17. desember 2014 07:15 Þriggja daga þjóðarsorg í Pakistan Íbúar í pakistönsku borginni Peshawar eru byrjaðir að grafa alla þá sem létust í árás talibana á skóla í borginni fyrr í dag. Alls létust 132 börn í árásinni og níu fullorðnir. 16. desember 2014 22:18 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Margir fallnir í árás á skóla í Pakistan Að minnsta kosti tuttugu námsmenn eru látnir og fjörutíu særðir í árás á skóla sem pakistanski herinn rekur í borginni Peshawar í Pakistan. 16. desember 2014 08:58
Minnst áttatíu börn látin í árás Talibana í Pakistan Vígamenn hófu skothríð á samkomu barna í skóla. 16. desember 2014 10:49
Drápu hátt á annað hundrað skólabarna Pakistanska talibanahreyfingin lýsti yfir ábyrgð sinni á fjöldamorðum í skóla í Peshawar. Árásin hefur verið fordæmd af þjóðarleiðtogum víða um heim. 17. desember 2014 07:15
Þriggja daga þjóðarsorg í Pakistan Íbúar í pakistönsku borginni Peshawar eru byrjaðir að grafa alla þá sem létust í árás talibana á skóla í borginni fyrr í dag. Alls létust 132 börn í árásinni og níu fullorðnir. 16. desember 2014 22:18
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila