Erlent

Hátt í 30 manns létu lífið í Karachi

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
VISIR/AFP
Tuttugu og átta féllu í árás sem gerð var á stærsta flugvöll Pakistan í höfuðborginni Karachi í gærkvöld. Talibanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. 



Talíbanarnir létu til skarar skríða í þeim hluta flugvallarins sem notaður er fyrir flutningavélar og einkaþotur, en árásin stóð yfir í um sex klukkustundir og var vel skipulögð.  Árás­ar­menn­irn­ir komust inn á flugvallarsvæðið með fösluðum skilríkjum og voru vel vopnaðir. Þeir kröfðust þess að öllum flugum yrði aflýst.

Að minnsta korti fjórtán særðust í árásinni og hátt í þrjátíu manns létu lífið, flestir öryggisverðir flugvallarins og starfsmenn flugfélaga á vellinum. Árás­ar­menn­irn­ir, sem voru tíu tals­ins, eru á meðal þeirra látnu.

Flugvöllurinn hefur nú verið rýmdur og öllum flugferðum aflýst í óákveðinn tíma. Taliban­ar í Pak­ist­an hafa lýst árás­inni á hend­ur sér hóta fleiri aðgerðum á næstunni. Talið er að tilgangur árásarinnar hafi verið að hefna fyr­ir dauða leiðtoga sam­tak­anna sem féll í flug­skeyta­árás ómannaðrar banda­rískr­ar flug­vél­ar í nóv­em­ber.

Sérfræðingar segja að árásin dragi enn frekar úr umboði forsætisráðherrans Nawaz Sharifs en hann hefur undanfarið reynt að hefja friðarviðræður við Talíbana í landinu sem á sumum svæðum eru mjög valdamiklir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×