Segir Finna geta hafið þriðju heimsstyrjöldina Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júní 2014 13:39 Sergei Markov er ekki hrifinn af framgöngu Finna. „Vilja Finnar hefja þriðju heimstyrjöldina? Það er eitthvað sem Finnland ætti að hafa í huga ef þeir ætla sér að ganga í NATO,“ er haft eftir Sergei Markov, erindreka Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Markov lét ummælin falla í samtali við hið finnska Hufvudstadsbladet en Norway today greinir frá þessu. Sergei Markov er prófessor í stjórnmálafræði við Moskvuháskóla og hann hefur sinnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir rússnesk yfirvöld. Í kjölfar deilnanna í Úkraínu hafa Finnar fært sig nær NATO og umræðan um hugsanlega aðild Finnlands að NATO hefur fengið byr undir báða vængi. Jyrki Katainen, forsætisráðherra landsins, hefur meðal annarra varpað fram hugmyndum um aðild Finnlands að NATO. „Gyðingaandúð hóf seinni heimstyrjöldina, óþol fyrir Rússum gæti vel orðið kveikjan að þeirri þriðju,“ sagði Markov. „Finnar eru ein þeirra þjóða sem hefur hvað mesta andúð á Rússum, ef frá eru taldir Svíar og þjóðir á Balkanskaganum.“ Markov bætti við að honum þætti „Rússahræðslan“ í finnskum fjölmiðlum forkastanleg og að hann væri hættur að lesa finnska miðla af þeim sökum. Dró hann þá ályktun að þessi áróður gegn Rússlandi gæti jafnvel orðið til þess að Rússar myndu sjá sig tilneydda til að auka ítök sín í fyrrgreindum löndum, Finnlandi þar á meðal. Hann sagði einnig í samtali við finnska blaðið að honum þætti líklegt að austurhluti Úkraínu, Donetsk, Luhansk, Charkiv, Odessa, Dnipropetrovsk og Zaporozjie þar meðtalin, myndi skilja sig frá vesturhluta landsins og sameinast undir merkjum Novorossiya, eða Nýja Rússlands sem áður var landsvæði norðan Krímskaga. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
„Vilja Finnar hefja þriðju heimstyrjöldina? Það er eitthvað sem Finnland ætti að hafa í huga ef þeir ætla sér að ganga í NATO,“ er haft eftir Sergei Markov, erindreka Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Markov lét ummælin falla í samtali við hið finnska Hufvudstadsbladet en Norway today greinir frá þessu. Sergei Markov er prófessor í stjórnmálafræði við Moskvuháskóla og hann hefur sinnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir rússnesk yfirvöld. Í kjölfar deilnanna í Úkraínu hafa Finnar fært sig nær NATO og umræðan um hugsanlega aðild Finnlands að NATO hefur fengið byr undir báða vængi. Jyrki Katainen, forsætisráðherra landsins, hefur meðal annarra varpað fram hugmyndum um aðild Finnlands að NATO. „Gyðingaandúð hóf seinni heimstyrjöldina, óþol fyrir Rússum gæti vel orðið kveikjan að þeirri þriðju,“ sagði Markov. „Finnar eru ein þeirra þjóða sem hefur hvað mesta andúð á Rússum, ef frá eru taldir Svíar og þjóðir á Balkanskaganum.“ Markov bætti við að honum þætti „Rússahræðslan“ í finnskum fjölmiðlum forkastanleg og að hann væri hættur að lesa finnska miðla af þeim sökum. Dró hann þá ályktun að þessi áróður gegn Rússlandi gæti jafnvel orðið til þess að Rússar myndu sjá sig tilneydda til að auka ítök sín í fyrrgreindum löndum, Finnlandi þar á meðal. Hann sagði einnig í samtali við finnska blaðið að honum þætti líklegt að austurhluti Úkraínu, Donetsk, Luhansk, Charkiv, Odessa, Dnipropetrovsk og Zaporozjie þar meðtalin, myndi skilja sig frá vesturhluta landsins og sameinast undir merkjum Novorossiya, eða Nýja Rússlands sem áður var landsvæði norðan Krímskaga.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira