Óeirðir í kjölfar sýknunar Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Fólkið leggst í götuna til að minna á dauðsföll, sem lögreglan hefur valdið. vísir/AP Þúsundir manna streymdu út á götur í mörgum helstu borgum Bandaríkjanna í fyrrinótt til að mótmæla því að lögreglumaðurinn Darren Wilson sleppi við ákæru. Wilson varð Michael Brown, átján ára pilti, að bana 9. ágúst í sumar í bænum Ferguson. Sums staðar brutust út óeirðir, þótt víðast hvar hafi mótmælin farið friðsamlega fram. Í Ferguson, sem er eitt úthverfa borgarinnar St. Louis í Missouri, var kveikt í húsum og bifreiðum, rúður brotnar og fleiri spellvirki framin. Fyrstu dagana og vikurnar eftir að Wilson skaut Brown var efnt til fjöldamótmæla nánast daglega í Ferguson og víðar í Bandaríkjunum, enda lögreglumaðurinn hvítur en pilturinn svartur á hörund. Mikil reiði braust út og nú síðustu dagana hefur mikil spenna verið að hlaðast upp meðan beðið var eftir niðurstöðu ákærukviðdómsins. Þegar niðurstaðan lá svo fyrir í gær brutust út óeirðir, sem urðu mun öflugri og harkalegri en fyrri mótmæli. Í yfirheyrslum sagðist Wilson hafa talið sig vera í lífshættu, þegar hann lenti í átökum við hinn vopnlausa pilt. Wilson var með kylfu og piparúða á sér, en greip til byssunnar eftir að Brown hafði kýlt hann tvisvar í andlitið: „Hann var greinilega stærri en ég og sterkari,“ sagði Wilson. „Þriðja höggið hefði getað riðið mér að fullu hefði hann slegið rétt.“ Ákærukviðdómurinn taldi ekki nægar líkur á því að dómsmál myndi leiða til sakfellingar og ákvað því að ákæra yrði ekki lögð fram. Í Bandaríkjunum lýkur rannsóknum á lögreglumönnum, sem skotið hafa fólk til bana, sjaldnast á sakfellingu. „Lögreglumaður er ekki eins og almennur borgari sem hleypir af byssu sinni,“ hefur AP-fréttastofan eftir Lori Lightfoot, lögmanni í Chicago, en hann starfaði um hríð við að rannsaka lögregluofbeldi þar í borg. „Það er fyrirfram gert ráð fyrir því að löggæslumaður, sem þar með hefur heimild til þess að beita banvænu valdi, hafi beitt því réttilega.“ Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Þúsundir manna streymdu út á götur í mörgum helstu borgum Bandaríkjanna í fyrrinótt til að mótmæla því að lögreglumaðurinn Darren Wilson sleppi við ákæru. Wilson varð Michael Brown, átján ára pilti, að bana 9. ágúst í sumar í bænum Ferguson. Sums staðar brutust út óeirðir, þótt víðast hvar hafi mótmælin farið friðsamlega fram. Í Ferguson, sem er eitt úthverfa borgarinnar St. Louis í Missouri, var kveikt í húsum og bifreiðum, rúður brotnar og fleiri spellvirki framin. Fyrstu dagana og vikurnar eftir að Wilson skaut Brown var efnt til fjöldamótmæla nánast daglega í Ferguson og víðar í Bandaríkjunum, enda lögreglumaðurinn hvítur en pilturinn svartur á hörund. Mikil reiði braust út og nú síðustu dagana hefur mikil spenna verið að hlaðast upp meðan beðið var eftir niðurstöðu ákærukviðdómsins. Þegar niðurstaðan lá svo fyrir í gær brutust út óeirðir, sem urðu mun öflugri og harkalegri en fyrri mótmæli. Í yfirheyrslum sagðist Wilson hafa talið sig vera í lífshættu, þegar hann lenti í átökum við hinn vopnlausa pilt. Wilson var með kylfu og piparúða á sér, en greip til byssunnar eftir að Brown hafði kýlt hann tvisvar í andlitið: „Hann var greinilega stærri en ég og sterkari,“ sagði Wilson. „Þriðja höggið hefði getað riðið mér að fullu hefði hann slegið rétt.“ Ákærukviðdómurinn taldi ekki nægar líkur á því að dómsmál myndi leiða til sakfellingar og ákvað því að ákæra yrði ekki lögð fram. Í Bandaríkjunum lýkur rannsóknum á lögreglumönnum, sem skotið hafa fólk til bana, sjaldnast á sakfellingu. „Lögreglumaður er ekki eins og almennur borgari sem hleypir af byssu sinni,“ hefur AP-fréttastofan eftir Lori Lightfoot, lögmanni í Chicago, en hann starfaði um hríð við að rannsaka lögregluofbeldi þar í borg. „Það er fyrirfram gert ráð fyrir því að löggæslumaður, sem þar með hefur heimild til þess að beita banvænu valdi, hafi beitt því réttilega.“
Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira