Óeirðir í kjölfar sýknunar Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Fólkið leggst í götuna til að minna á dauðsföll, sem lögreglan hefur valdið. vísir/AP Þúsundir manna streymdu út á götur í mörgum helstu borgum Bandaríkjanna í fyrrinótt til að mótmæla því að lögreglumaðurinn Darren Wilson sleppi við ákæru. Wilson varð Michael Brown, átján ára pilti, að bana 9. ágúst í sumar í bænum Ferguson. Sums staðar brutust út óeirðir, þótt víðast hvar hafi mótmælin farið friðsamlega fram. Í Ferguson, sem er eitt úthverfa borgarinnar St. Louis í Missouri, var kveikt í húsum og bifreiðum, rúður brotnar og fleiri spellvirki framin. Fyrstu dagana og vikurnar eftir að Wilson skaut Brown var efnt til fjöldamótmæla nánast daglega í Ferguson og víðar í Bandaríkjunum, enda lögreglumaðurinn hvítur en pilturinn svartur á hörund. Mikil reiði braust út og nú síðustu dagana hefur mikil spenna verið að hlaðast upp meðan beðið var eftir niðurstöðu ákærukviðdómsins. Þegar niðurstaðan lá svo fyrir í gær brutust út óeirðir, sem urðu mun öflugri og harkalegri en fyrri mótmæli. Í yfirheyrslum sagðist Wilson hafa talið sig vera í lífshættu, þegar hann lenti í átökum við hinn vopnlausa pilt. Wilson var með kylfu og piparúða á sér, en greip til byssunnar eftir að Brown hafði kýlt hann tvisvar í andlitið: „Hann var greinilega stærri en ég og sterkari,“ sagði Wilson. „Þriðja höggið hefði getað riðið mér að fullu hefði hann slegið rétt.“ Ákærukviðdómurinn taldi ekki nægar líkur á því að dómsmál myndi leiða til sakfellingar og ákvað því að ákæra yrði ekki lögð fram. Í Bandaríkjunum lýkur rannsóknum á lögreglumönnum, sem skotið hafa fólk til bana, sjaldnast á sakfellingu. „Lögreglumaður er ekki eins og almennur borgari sem hleypir af byssu sinni,“ hefur AP-fréttastofan eftir Lori Lightfoot, lögmanni í Chicago, en hann starfaði um hríð við að rannsaka lögregluofbeldi þar í borg. „Það er fyrirfram gert ráð fyrir því að löggæslumaður, sem þar með hefur heimild til þess að beita banvænu valdi, hafi beitt því réttilega.“ Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira
Þúsundir manna streymdu út á götur í mörgum helstu borgum Bandaríkjanna í fyrrinótt til að mótmæla því að lögreglumaðurinn Darren Wilson sleppi við ákæru. Wilson varð Michael Brown, átján ára pilti, að bana 9. ágúst í sumar í bænum Ferguson. Sums staðar brutust út óeirðir, þótt víðast hvar hafi mótmælin farið friðsamlega fram. Í Ferguson, sem er eitt úthverfa borgarinnar St. Louis í Missouri, var kveikt í húsum og bifreiðum, rúður brotnar og fleiri spellvirki framin. Fyrstu dagana og vikurnar eftir að Wilson skaut Brown var efnt til fjöldamótmæla nánast daglega í Ferguson og víðar í Bandaríkjunum, enda lögreglumaðurinn hvítur en pilturinn svartur á hörund. Mikil reiði braust út og nú síðustu dagana hefur mikil spenna verið að hlaðast upp meðan beðið var eftir niðurstöðu ákærukviðdómsins. Þegar niðurstaðan lá svo fyrir í gær brutust út óeirðir, sem urðu mun öflugri og harkalegri en fyrri mótmæli. Í yfirheyrslum sagðist Wilson hafa talið sig vera í lífshættu, þegar hann lenti í átökum við hinn vopnlausa pilt. Wilson var með kylfu og piparúða á sér, en greip til byssunnar eftir að Brown hafði kýlt hann tvisvar í andlitið: „Hann var greinilega stærri en ég og sterkari,“ sagði Wilson. „Þriðja höggið hefði getað riðið mér að fullu hefði hann slegið rétt.“ Ákærukviðdómurinn taldi ekki nægar líkur á því að dómsmál myndi leiða til sakfellingar og ákvað því að ákæra yrði ekki lögð fram. Í Bandaríkjunum lýkur rannsóknum á lögreglumönnum, sem skotið hafa fólk til bana, sjaldnast á sakfellingu. „Lögreglumaður er ekki eins og almennur borgari sem hleypir af byssu sinni,“ hefur AP-fréttastofan eftir Lori Lightfoot, lögmanni í Chicago, en hann starfaði um hríð við að rannsaka lögregluofbeldi þar í borg. „Það er fyrirfram gert ráð fyrir því að löggæslumaður, sem þar með hefur heimild til þess að beita banvænu valdi, hafi beitt því réttilega.“
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira