Enski boltinn

Van Gaal: Welbeck skoraði ekki nógu mikið

Welbeck á æfingu með Arsenal.
Welbeck á æfingu með Arsenal. vísir/getty
Það hafa margir gagnrýnt þá ákvörðun Man. Utd að selja enska landsliðsframherjann Danny Welbeck. Stjóri félagsins, Louis van Gaal, svaraði þeirri gagnrýni í dag.

Van Gaal segir að málið sé einfalt. Welbeck hafi ekki skorað nóg af mörkum.

„Danny Welbeck var hér síðan hann var 9 ára gamall. Eftir að hann kom úr láni frá Sunderland þá hefur hann ekki sýnt sömu tölur og Rooney og Van Persie. Þar liggur mælistikan hjá okkur," sagði Hollendingurinn.

„Við erum svo komnir með Falcao. Falcao fékk eitt færi á æfingu í dag og skoraði. Þess vegna létum við Welbeck fara."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×