Erlent

Blóðgjafir til tilraunar

vísir/Afp
Talið er að blóð úr þeim sem læknast hafa af ebólaveirunni innihaldi mótefni sem hugsanlega gæti hjálpað hinum sýktu. Hinn bandaríski Kent Brantley læknaðist á dögunum af veirunni eftir að hafa fengið blóð úr unglingspilt sem sjálfur hafði læknast af veirunni. Fimmtíu prósent þeirra sem með hana greinast lifa hana af.

Fimmtíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður sýktur af veirunni fékk blóð úr Brantley í vikunni og vonast sérfræðingar til þess að loks sé fundin lækning við þessari skæðu veiru.  Meðferð þessi er til tilraunar og funduðu sérfræðingar á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um málið á dögunum.

Um sex bóluefni eru í þróun en hefur ekkert þeirra verið prófað af mönnum. Athygli hefur beinst að lyfinu ZMapp sem gefið var sjö sjúklingum, en létust tveir þeirra. Lyfið er þó uppurið og segir framleiðandi þess það taka marga mánuði að búa til fleiri skammta.

Yfir 2.000 hafa orðið faraldrinum að bráð frá því hann kom fyrst upp í Vestur-Afríku á þessu ári. Um 3.500 eru sýktir og telur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin líkur á að um 20 þúsund til viðbótar muni sýkjast af veirunni.




Tengdar fréttir

Bandarískur læknir laus við ebóluveiruna

Kent Brantly, sem smitaðist af ebóluveiru í Líberíu í síðasta mánuði, verður útskrifaður frá sjúkrahúsi í Atlanta síðar í dag. Hafði honum verið gefið tilraunalyfið ZMapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×