Kvenréttindafélag Íslands krefst fleiri lögreglukvenna Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2014 14:50 VISIR/VILHELM Kvenréttindafélag Íslands skorar á embætti ríkislögreglustjóra að fjölga konum innan lögreglunnar, sérstaklega í yfirmannsstöður. Þrír karlmenn voru ráðnir í embætti yfirlögregluþjóna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu líkt og Vísir hefur fjallað um. Þrátt fyrir það sóttu mjög hæfar konur um stöðurnar að sögn Eyrúnar Eyþórsdóttur, fulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í áskoruninni sem Kvenréttindafélagið sendi á fjölmiðla segir að það halli undir konur á öllum sviðum innan lögreglunnar og að fæð kvenna í æðstu embættum lögreglunnar „sé sláandi.“ Í upphafi þessa árs gegndu 23 karlar stöðu yfirlögregluþjóns á landinu, en engin kona. 21 karl er aðstoðaryfirlögregluþjónn, en tvær konur. Konur eru aðeins um 12.6% starfandi lögreglumanna, en hlutfall þeirra af brautskráðum nemendum úr Lögregluskólanum er mun hærra. "Skýringin er tvíþætt; konur sem útskrifast úr Lögregluskólanum ráðast síður til starfa innan lögregluembætta landsins en bekkjarbræður þeirra, og þær sem ráðnar eru til löggæslustarfa eru líklegri til að hverfa úr starfi en karlkyns samstarfsmenn þeirra," eins og tíundað er í áskoruninni. Í henni er einnig vísað til skýrslu sem kynnt var í októer í fyrra um vinnumenningu innan lögreglunnar sem Finnborg Salome Steinþórsdóttir vann í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra og Háskóla Íslands. Niðurstöður þessarar skýrslu benda til að gjörbreyta þurfi starfi og skipulagningu lögregluembættanna á Íslandi. Þar kom í ljós að tæplega þriðjungur kvenna í lögreglunni hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt hjá lögreglunni. Áreitnin var af hálfu samstarfsmanna, yfirmanna, undirmanna og utanaðkomandi aðila. Í skýrslunni, sem byggð er á könnunum og viðtölum við lögreglumenn, kemur einnig fram að konur telja sig ekki hafa aðgengi að efstu starfsstigum lögreglunnar, og að þær séu af samstarfsmönnum sínum taldar síður hæfar til lögreglustarfa en karlar. Hægt er að lesa skýrsluna í fullri lengd hér. Í áskorunni segir einnig: „Ísland er það land í heimi þar sem jafnrétti kynja er talið hvað mest og er efst á lista Alþjóðaviðskiptaráðsins (World Economic Forum) yfir þau ríki heims þar sem bil á milli kynjanna er minnst. Á Íslandi er jafnrétti kynjanna vel tryggt í lögum. Engu að síður er aðstöðumunur kynjanna enn mikill hér á landi og dæmi um þann mun er að þegar borgarar eiga samskipti við verði laganna, þá mæta þeim nánast eingöngu karlmenn“ Kvenréttindafélag Íslands krefst þess í lok áskorunarinnar að yfirvöld og embætti ríkislögreglustjóra beiti sér skilvirkt og einbeitt að því að fjölga konum innan lögreglunnar, að fjölga konum innan efstu starfsstiga lögreglunnar, og að því að bæta starfsskilyrði kvenna og karla innan lögreglunnar svo allir lögreglumenn geti starfað óhultir frá einelti og áreitni samstarfsmanna sinna. Tengdar fréttir Eygló fundar í Svíþjóð um karllæg viðhorf innan lögreglu Leitað er lausna hvernig breyta eigi karllægum viðhorfum. 2. júlí 2014 10:17 Konur sóttu um en karlarnir metnir hæfari Þrír karlar voru nýlega ráðnir í yfirmannsstöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglukona segist vilja trúa því að lögreglan sé ærleg í ráðningum en hún sé full vantrausts. Hún viti um mjög hæfar konur sem hafi sótt um stöðurnar. 2. júlí 2014 07:00 Þrír nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar Ásgeir Þór Ásgeirsson, Jóhann Karl Þórisson og Margeir Sveinsson eru nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en setning þeirra í embætti er til eins árs. 1. júlí 2014 14:11 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands skorar á embætti ríkislögreglustjóra að fjölga konum innan lögreglunnar, sérstaklega í yfirmannsstöður. Þrír karlmenn voru ráðnir í embætti yfirlögregluþjóna hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu líkt og Vísir hefur fjallað um. Þrátt fyrir það sóttu mjög hæfar konur um stöðurnar að sögn Eyrúnar Eyþórsdóttur, fulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í áskoruninni sem Kvenréttindafélagið sendi á fjölmiðla segir að það halli undir konur á öllum sviðum innan lögreglunnar og að fæð kvenna í æðstu embættum lögreglunnar „sé sláandi.“ Í upphafi þessa árs gegndu 23 karlar stöðu yfirlögregluþjóns á landinu, en engin kona. 21 karl er aðstoðaryfirlögregluþjónn, en tvær konur. Konur eru aðeins um 12.6% starfandi lögreglumanna, en hlutfall þeirra af brautskráðum nemendum úr Lögregluskólanum er mun hærra. "Skýringin er tvíþætt; konur sem útskrifast úr Lögregluskólanum ráðast síður til starfa innan lögregluembætta landsins en bekkjarbræður þeirra, og þær sem ráðnar eru til löggæslustarfa eru líklegri til að hverfa úr starfi en karlkyns samstarfsmenn þeirra," eins og tíundað er í áskoruninni. Í henni er einnig vísað til skýrslu sem kynnt var í októer í fyrra um vinnumenningu innan lögreglunnar sem Finnborg Salome Steinþórsdóttir vann í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra og Háskóla Íslands. Niðurstöður þessarar skýrslu benda til að gjörbreyta þurfi starfi og skipulagningu lögregluembættanna á Íslandi. Þar kom í ljós að tæplega þriðjungur kvenna í lögreglunni hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt hjá lögreglunni. Áreitnin var af hálfu samstarfsmanna, yfirmanna, undirmanna og utanaðkomandi aðila. Í skýrslunni, sem byggð er á könnunum og viðtölum við lögreglumenn, kemur einnig fram að konur telja sig ekki hafa aðgengi að efstu starfsstigum lögreglunnar, og að þær séu af samstarfsmönnum sínum taldar síður hæfar til lögreglustarfa en karlar. Hægt er að lesa skýrsluna í fullri lengd hér. Í áskorunni segir einnig: „Ísland er það land í heimi þar sem jafnrétti kynja er talið hvað mest og er efst á lista Alþjóðaviðskiptaráðsins (World Economic Forum) yfir þau ríki heims þar sem bil á milli kynjanna er minnst. Á Íslandi er jafnrétti kynjanna vel tryggt í lögum. Engu að síður er aðstöðumunur kynjanna enn mikill hér á landi og dæmi um þann mun er að þegar borgarar eiga samskipti við verði laganna, þá mæta þeim nánast eingöngu karlmenn“ Kvenréttindafélag Íslands krefst þess í lok áskorunarinnar að yfirvöld og embætti ríkislögreglustjóra beiti sér skilvirkt og einbeitt að því að fjölga konum innan lögreglunnar, að fjölga konum innan efstu starfsstiga lögreglunnar, og að því að bæta starfsskilyrði kvenna og karla innan lögreglunnar svo allir lögreglumenn geti starfað óhultir frá einelti og áreitni samstarfsmanna sinna.
Tengdar fréttir Eygló fundar í Svíþjóð um karllæg viðhorf innan lögreglu Leitað er lausna hvernig breyta eigi karllægum viðhorfum. 2. júlí 2014 10:17 Konur sóttu um en karlarnir metnir hæfari Þrír karlar voru nýlega ráðnir í yfirmannsstöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglukona segist vilja trúa því að lögreglan sé ærleg í ráðningum en hún sé full vantrausts. Hún viti um mjög hæfar konur sem hafi sótt um stöðurnar. 2. júlí 2014 07:00 Þrír nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar Ásgeir Þór Ásgeirsson, Jóhann Karl Þórisson og Margeir Sveinsson eru nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en setning þeirra í embætti er til eins árs. 1. júlí 2014 14:11 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Eygló fundar í Svíþjóð um karllæg viðhorf innan lögreglu Leitað er lausna hvernig breyta eigi karllægum viðhorfum. 2. júlí 2014 10:17
Konur sóttu um en karlarnir metnir hæfari Þrír karlar voru nýlega ráðnir í yfirmannsstöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglukona segist vilja trúa því að lögreglan sé ærleg í ráðningum en hún sé full vantrausts. Hún viti um mjög hæfar konur sem hafi sótt um stöðurnar. 2. júlí 2014 07:00
Þrír nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar Ásgeir Þór Ásgeirsson, Jóhann Karl Þórisson og Margeir Sveinsson eru nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en setning þeirra í embætti er til eins árs. 1. júlí 2014 14:11