Innlent

Eygló fundar í Svíþjóð um karllæg viðhorf innan lögreglu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Til vinstri er myndin sem Eygló birti frá fundinum.
Til vinstri er myndin sem Eygló birti frá fundinum.
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, er stödd í Svíþjóð þar sem rætt er um hvernig karllæg viðhorf móta störf lögreglu, hers og björgunarsveita. Eygló birti mynd frá fundinum á Facebook-síðu sinni í dag og segir að til umræðu á fundinum sé hvernig vinna má að því að breyta karllæga viðhorfinu.

Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um ráðningar í embætti aðstoðaryfirlögregluþjóna. Þrír karlmenn þóttu hæfastir í starfið að því er Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

„Það voru hæfar konur á meðal umsækjenda en þær voru ekki á meðal þeirra þriggja hæfustu í þessar stöður,“ segir Stefán.

Eyrún Eyþórsdóttir, fulltrúi hjá lögreglunni, segist full vantrausts þar sem hún viti um mjög hæfar konur sem sóst hafi eftir stöðunni. Vísaði hún í rannsókn sem gerð var á vinnumenningu innan lögreglunnar.

„Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til að konur væru að sækja um yfirmannsstöður jafnvel þótt almennt teldu lögreglumenn svo ekki vera,“ segir Eyrún.


Tengdar fréttir

Konur sóttu um en karlarnir metnir hæfari

Þrír karlar voru nýlega ráðnir í yfirmannsstöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglukona segist vilja trúa því að lögreglan sé ærleg í ráðningum en hún sé full vantrausts. Hún viti um mjög hæfar konur sem hafi sótt um stöðurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×