Konur sóttu um en karlarnir metnir hæfari Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 2. júlí 2014 07:00 Nýlega voru þrír karlar ráðnir í yfirmannsstöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mjög hallar á konur innan lögreglunnar. Mynd/lögreglan „Það var sérstök hæfnisnefnd innan lögreglunnar sem fór yfir umsóknirnar og það var niðurstaða nefndarinnar og síðar innanríkisráðuneytisins að þeir þrír sem ráðnir voru væru hæfastir,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Um fimmtíu, þar af nokkrar konur, sóttu um þrjár stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna á höfuðborgarsvæðinu þegar þær voru auglýstar lausar til umsóknar fyrr á árinu. „Það voru hæfar konur á meðal umsækjenda en þær voru ekki á meðal þeirra þriggja hæfustu í þessar stöður,“ segir Stefán og bætir við að mat á umsækjendum byggist meðal annars á starfsreynslu og þeim verkefnum sem þeir hafa sinnt til þessa innan lögreglunnar.Stefán EiríkssonVerulega hallar á konur innan lögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra voru 23 karlar í stöðu yfirlögregluþjóns í febrúar síðastliðnum en engin kona. 21 karl er aðstoðaryfirlögregluþjónn en tvær konur. Síðastliðið haust lýsti Stefán þeirri skoðun sinni að það ætti að auka hlut kvenna í yfirstjórn lögreglunnar. „Við getum ekki annað en skipað þá sem eru hæfastir,“ segir Stefán. „Ég veit um mjög hæfar konur sem sóttu um þessar stöður eins og margar aðrar yfirmannastöður hjá lögreglunni í gegnum tíðina. Auðvitað vil ég trúa því að yfirstjórn lögreglunnar sé ærleg í sínum ráðningum en á sama tíma er ég full vantrausts og velti því fyrir mér hvort jafnréttisumræðan hafi liðið undir lok innan lögreglunnar,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir, fulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en hún hefur áður tjáð sig um jafnréttismál innan lögreglunnar.Eyrún EyþórsdóttirEyrún segir að ráðningarnar nú séu ekki í anda þeirrar umræðu sem fór fram síðastliðið sumar í kjölfar niðurstöðu rannsóknar sem gerð var á vinnumenningu innan lögreglunnar. „Í þeirri rannsókn kom skýrt fram að lögreglukonur ættu erfitt uppdráttar í starfi sínu. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til að konur væru að sækja um yfirmannsstöður jafnvel þótt almennt teldu lögreglumenn svo ekki vera,“ segir Eyrún og bætir við að hún hafi sagt í fyrra að nú myndi yfirstjórnin ráða eina til tvær konur í yfirmannsstöður og síðan yrði ekki meira gert. „En innst inni vonaði ég svo sannarlega að ég hefði rangt fyrir mér en annað er komið á daginn.“ Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Það var sérstök hæfnisnefnd innan lögreglunnar sem fór yfir umsóknirnar og það var niðurstaða nefndarinnar og síðar innanríkisráðuneytisins að þeir þrír sem ráðnir voru væru hæfastir,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Um fimmtíu, þar af nokkrar konur, sóttu um þrjár stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna á höfuðborgarsvæðinu þegar þær voru auglýstar lausar til umsóknar fyrr á árinu. „Það voru hæfar konur á meðal umsækjenda en þær voru ekki á meðal þeirra þriggja hæfustu í þessar stöður,“ segir Stefán og bætir við að mat á umsækjendum byggist meðal annars á starfsreynslu og þeim verkefnum sem þeir hafa sinnt til þessa innan lögreglunnar.Stefán EiríkssonVerulega hallar á konur innan lögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra voru 23 karlar í stöðu yfirlögregluþjóns í febrúar síðastliðnum en engin kona. 21 karl er aðstoðaryfirlögregluþjónn en tvær konur. Síðastliðið haust lýsti Stefán þeirri skoðun sinni að það ætti að auka hlut kvenna í yfirstjórn lögreglunnar. „Við getum ekki annað en skipað þá sem eru hæfastir,“ segir Stefán. „Ég veit um mjög hæfar konur sem sóttu um þessar stöður eins og margar aðrar yfirmannastöður hjá lögreglunni í gegnum tíðina. Auðvitað vil ég trúa því að yfirstjórn lögreglunnar sé ærleg í sínum ráðningum en á sama tíma er ég full vantrausts og velti því fyrir mér hvort jafnréttisumræðan hafi liðið undir lok innan lögreglunnar,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir, fulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en hún hefur áður tjáð sig um jafnréttismál innan lögreglunnar.Eyrún EyþórsdóttirEyrún segir að ráðningarnar nú séu ekki í anda þeirrar umræðu sem fór fram síðastliðið sumar í kjölfar niðurstöðu rannsóknar sem gerð var á vinnumenningu innan lögreglunnar. „Í þeirri rannsókn kom skýrt fram að lögreglukonur ættu erfitt uppdráttar í starfi sínu. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til að konur væru að sækja um yfirmannsstöður jafnvel þótt almennt teldu lögreglumenn svo ekki vera,“ segir Eyrún og bætir við að hún hafi sagt í fyrra að nú myndi yfirstjórnin ráða eina til tvær konur í yfirmannsstöður og síðan yrði ekki meira gert. „En innst inni vonaði ég svo sannarlega að ég hefði rangt fyrir mér en annað er komið á daginn.“
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira