Innlent

Þrír nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Efri röð frá vinstri: Aðstoðaryfirlögregluþjónarnir Ásgeir Þór Ásgeirsson, Margeir Sveinsson, Kristján Ólafur Guðnason, Árni Þór Sigmundsson, Jóhann Karl Þórisson og Ómar Smári Ármannsson.
Neðri röð frá vinstri: Jón HB Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, Stefán Eiríksson lögreglustjóri, Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri og Egill Bjarnason yfirlögregluþjónn.
Efri röð frá vinstri: Aðstoðaryfirlögregluþjónarnir Ásgeir Þór Ásgeirsson, Margeir Sveinsson, Kristján Ólafur Guðnason, Árni Þór Sigmundsson, Jóhann Karl Þórisson og Ómar Smári Ármannsson. Neðri röð frá vinstri: Jón HB Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, Stefán Eiríksson lögreglustjóri, Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri og Egill Bjarnason yfirlögregluþjónn.
Ásgeir Þór Ásgeirsson, Jóhann Karl Þórisson og Margeir Sveinsson eru nýir aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en setning þeirra í embætti er til eins árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Ásgeir Þór er stöðvarstjóri á lögreglustöðinni í Kópavogi, Jóhann Karl stöðvarstjóri á lögreglustöðinni við Grensásveg og Margeir er stöðvarstjóri á lögreglustöðinni í Hafnafirði, en þremenningarnir taka formlega til starfa í dag.

Alls eru fimm lögreglustöðvar í umdæmi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en aðstoðaryfirlögregluþjónarnir Árni Þór Sigmundsson og Kristján Ólafur Guðnason eru stöðvarstjórar á lögreglustöðvum 4 og 5.

Kristján Ólafur hefur jafnframt verið yfirmaður umferðardeildar LRH, en við því starfi tekur nú Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og fyrrverandi stöðvarstjóri lögreglustöðvar 3.

Fram kemur í tilkynningunni að hinir nýju aðstoðaryfirlögregluþjónar eigi allir að baki langan feril innan lögreglunnar og búa yfir mikilli reynslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×