Rojo getur orðið vinsæll á Old Trafford Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. ágúst 2014 06:30 Marcos Rojo er að mæta til að styrkja varnarleikinn. vísir/Getty Manchester United gekk í gær frá kaupum á argentínska varnarmanninum Marcos Rojo frá Sporting Lissabon eftir mikið japl, jaml og fuður. Rojo hefur látið öllum illum látum hjá félaginu og heimtað sölu, en ekkert fengið í staðinn nema skömm í hattinn. Sporting tókst að koma verðinu á þessum frekar lítt þekkta varnarmanni upp í 16 milljónir punda og fær auk þess vængmanninn Nani aftur heim til Sporting að láni. Eins og síðasta sumar hefur Manchester United ekkert gengið á leikmannamarkaðnum. Um leið og félagaskiptaglugginn opnaðist var gengið frá kaupum á Luke Shaw og Ander Herrera sem lá fyrir, en Van Gaal sjálfur hefur í raun ekkert keypt þótt hann gæfi grænt ljós á kaupin á Shaw og Herrera. En hver er þessi Marcos Rojo og mun hann leysa varnarvandræði United? Norski knattspyrnusérfræðingurinn Tor-Kristian Karlsen, sem fylgist grannt með suður-ameríska boltanum, telur Rojo geta staðið sig á Old Trafford. Hann hefur fylgst með Argentínumanninum síðan hann spilaði með Estudiantes árið 2010. „Þetta er ekki leikmaður sem stærstu félög heims slást um, en það má ekki gleyma því að United er ekki í Meistaradeildinni og gengur því illa að fá til sín bestu leikmennina,“ segir Karlsen í viðtali við norska miðla. „Hann er líkamlega sterkur, fljótur og fimur varnarmaður sem hentar mjög vel í þriggja miðvarða kerfi. Sem bakvörður í fjögurra manna er hann ekki jafn góður.“ Norski sparksérfræðingurinn segir Rojo vera mjög góðan í að verjast á stóru svæði eins og oft vill verða í 3-4-1-2-kerfi Van Gaals og hann skili miklu fram á við. „Ég held að United hafi vitað hvað vantaði í vörnina og Rojo passaði svona nokkurn veginn við lýsinguna. En ég hef haft rangt fyrir mér áður. Ég held, að með sínum opna og skemmtilega leikstíl geti Marcos Rojo orðið uppáhald manna á Old Trafford,“ segir Tor-Kristian Karlsen. Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira
Manchester United gekk í gær frá kaupum á argentínska varnarmanninum Marcos Rojo frá Sporting Lissabon eftir mikið japl, jaml og fuður. Rojo hefur látið öllum illum látum hjá félaginu og heimtað sölu, en ekkert fengið í staðinn nema skömm í hattinn. Sporting tókst að koma verðinu á þessum frekar lítt þekkta varnarmanni upp í 16 milljónir punda og fær auk þess vængmanninn Nani aftur heim til Sporting að láni. Eins og síðasta sumar hefur Manchester United ekkert gengið á leikmannamarkaðnum. Um leið og félagaskiptaglugginn opnaðist var gengið frá kaupum á Luke Shaw og Ander Herrera sem lá fyrir, en Van Gaal sjálfur hefur í raun ekkert keypt þótt hann gæfi grænt ljós á kaupin á Shaw og Herrera. En hver er þessi Marcos Rojo og mun hann leysa varnarvandræði United? Norski knattspyrnusérfræðingurinn Tor-Kristian Karlsen, sem fylgist grannt með suður-ameríska boltanum, telur Rojo geta staðið sig á Old Trafford. Hann hefur fylgst með Argentínumanninum síðan hann spilaði með Estudiantes árið 2010. „Þetta er ekki leikmaður sem stærstu félög heims slást um, en það má ekki gleyma því að United er ekki í Meistaradeildinni og gengur því illa að fá til sín bestu leikmennina,“ segir Karlsen í viðtali við norska miðla. „Hann er líkamlega sterkur, fljótur og fimur varnarmaður sem hentar mjög vel í þriggja miðvarða kerfi. Sem bakvörður í fjögurra manna er hann ekki jafn góður.“ Norski sparksérfræðingurinn segir Rojo vera mjög góðan í að verjast á stóru svæði eins og oft vill verða í 3-4-1-2-kerfi Van Gaals og hann skili miklu fram á við. „Ég held að United hafi vitað hvað vantaði í vörnina og Rojo passaði svona nokkurn veginn við lýsinguna. En ég hef haft rangt fyrir mér áður. Ég held, að með sínum opna og skemmtilega leikstíl geti Marcos Rojo orðið uppáhald manna á Old Trafford,“ segir Tor-Kristian Karlsen.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn