Erlent

Yfir fimmtíu manns féllu í sjálfsmorðsárásum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Á vettvangi sprengingarinnar í Kirkuk í dag.
Á vettvangi sprengingarinnar í Kirkuk í dag. vísir/afp
Þrjátíu manns féllu og að missta kosti fimmtíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðausturhluta Íraks í dag. BBC greinir frá.

Hópur stuðningsmanna Jalal Talabani, forseta Íraks, hafði safnast saman á til þess að fylgjast með myndskeiði af forsetanum greiða atkvæði í fyrirhuguðum þingkosningum þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða.

Árásin var ein af nokkrum í landinu í dag og er talið að yfir fimmtíu manns hafi fallið í árásunum í dag. Þær voru gerðar nærri kjörstöðum í Bagdad, Kirkuk og Tuz Khurmatu.

Yfir 9.000 frambjóðendur keppast um 328 þingsæti og hefjast almennar kosningar á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×