Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 2-0 | ÍBV á hraðferð upp töfluna Anton Ingi Leifsson í Vestmannaeyjum skrifar 20. júlí 2014 00:01 Vísir/Stefán ÍBV skaust í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Fram á Hásteinsvelli í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna. Víðir Þorvarðarson og Jonathan Glenn skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Baráttan var í algleymingin enda mikið undir. Eina markið kom í fyrri hálfleik, en ÍBV klikkaði nokkrum færum til að gera út um leikinn. Víðir kom Eyjamönnum yfir og Jonathan skoraði síðan sitt sjöunda mark í uppbótartíma. Framarar voru fyrir leikinn í fallsæti með níu stig, en ÍBV var sæti ofar með einu stigi fleira og því var um að ræða algjöran fallbaráttuslag. Leikurinn var gífurlega mikilvægur og það sást eilítið á fyrstu mínútunum sem voru alls ekki mikið fyrir augað, smá stress í leikmönnum og liðin héldu boltanum ekkert sérstaklega vel. Framarar losuðu sig við þrjá leikmenn í vikunni og allir voru þeir sóknarþenkjandi leikmenn; Björgólfur Takefusa var látinn fara, Guðmundur Magnússon fór í HK og Einar Már Þórisson aftur í KV. Framherjinn efnilegi Alexander Már Þorláksson var því í fremstu víglínu Framara, en hann hefur ekki verið heitur í Pepsi-deildinni. ÍBV hafði unnið síðustu tvo leiki í Pepsi-deildinni og mættu því með mikið sjálfstraust. Þeir byrjuðu með vindi og þeir voru ekki nema fimm mínútur að ná forystunni. Víðir tók þá aukaspyrnu, eina af fjölmörgu í leiknum, og þrumaði boltanum í varnarvegg Framara og boltinn lak í hornið. Eyjamenn fengu svo færi til að bæta við mörkum, en þeir voru með, eins og fyrr segir, strekkingsvindi í fyrri hálfleik og nýttu sér allar aukaspyrnur og innköst til að koma boltanum sem næst markinu. Þeir fengu svo eitt til tvö tækifæri til að bæta við marki, en þeim tókst það ekki og staðan 1-0 fyrir hvítklæddum heimamönnum í hálfleik. Í síðari hálfleik var leikurinn nokkuð opin, en baráttan var í algleymingi. ÍBV fengu öllu betri færi, en Víðir klikkaði til að mynda dauðafæri og þeir áttu nokkur hörkuskot. Framarar voru hins vegar afar máttlausir og sköpuðu sér afar fá færi. Þeir reyndu að skipta frískari mönnum inná eins og Aroni Bjarnasyni og Ásgeir Marteinssyni en lítið var að frétta og sóknaraðgerðir þeirra voru afar máttlausar. Jonathan skoraði svo annað mark Eyjamanna undir lok leiks, en það var hans sjöunda mark í sumar. Hann skoraði það eftir ævintýraleg mistök Harðar Fannars í markinu og hljóp svo með boltann í autt markið. Framarar fengu eitt til tvö færi eftir darraðadans en ekki var það mikið meira og Eyjamenn sigldu afar mikilvægum sigri heim. Þeir fóru með sigrinum upp í sjöunda sæti, tímabundið að minnsta kosti, en Framarar sitja á botninum eftir leiki dagsins með níu stig. Framarar eru komnir í tóm vesen, en spilamennska þeirra var ekki góð í dag. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en Eyjamenn voru þó ívið sterkari. Þeir sköpuðu sér fleiri færi og sóknaraðgerðir Framara voru afar bitlausar. Brynjar Gauti: Getum gert þetta að góðu sumri„Þetta var hrikalega góður sigur. Þetta var ekki okkar besti leikur en samt vorum við miklu betri en Framarar. Við áttum að klára þennan leik í fyrri hálfleik og hefðum getað unnið fimm, sex – núll,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV. „Við vorum miklu grimmari í alla bolta og þetta var kannski ekki fallegasti fótboltinn sem var spilaður í dag. „Vindurinn hefur alltaf áhrif þegar hann er svona mikið á annað markið. Við náðum ekki að nýta okkur það alveg að vera með vindinn í bakið í fyrri hálfleik. Við áttum að setja fleiri á þá og svo koma þeir framar á völlinn í seinni hálfleik en ná ekki að skapa sér neitt og við klárum þetta í lokin,“ sagði Brynjar Gauti en ÍBV er komið á gott skrið eftir erfiða byrjun á mótinu. „Við vorum búnir að spila ágætlega fyrir utan þrjá fyrstu leikina. Þetta var klaufaskapur og datt ekki með okkur. Við fengum á okkur mörk undir lokin en svo kom loksins þessi sigur sem við þurftum og það létti á okkur strax og það er allt annar andi í liðinu. „Þó það hafi byrjað brösuglega þá er hellingur eftir af sumrinu og við getum gert þetta að góðu sumri,“ sagði Brynjar Gauti. Bjarni Guðjónsson: Vantaði kraft og þor„Við spiluðum á móti mjög sterkum vindi í fyrri hálfleik og það var heppnisstimpill yfir marki þeirra. Í varnarvegginn og inn,“ sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari Fram. „Annars var ég þokkalega sáttur hvernig fyrri hálfleikur spilaðist. Við hefðum getað haldið boltanum betur en það var erfitt gegn sterkum vindinum og hversu mikið þeir pressuðu okkur. Við vorum þokkalega sáttir að fara inn í hálfleik 1-0 undir. „Ég hafði mikla trú á að við gætum farið inn í seinni hálfleik og náð allavega að jafna leikinn en það vantar baráttu í liðið. Þetta er gamaldags tugga en þú getur haft mestu hæfileika í heiminum en ef þú leggur þig ekki fram þá fær maður ekki neitt út úr leiknum. „Ég bjóst við okkur betri í seinni hálfleik. Það vantaði kraft og þor. Það vantar ekki hæfileika í liðið. Þetta eru allt strákar sem geta spilað fótbolta. Skapað færi og skorað og gert mikið úr litlu en ef þú hefur ekki viljan í það þá lendum við í vandræðum,“ sagði Bjarni en Fram er komið í neðsta sæti deildarinnar. „Það er ekki gott að vera í neðsta sæti en þegar við lögðum af stað í haust þá var ljóst að þetta gæti verið einn af möguleikunum. Þó ætlum við ekki niður með liðið. Við erum að byggja til framtíðar. Við viljum og ætlum upp töfluna. Það verður erfitt og til þess þarf dug og baráttu. „Markmannsleitin gengur fínt og við göngum vonandi frá því á mánudaginn,“ sagði Bjarni en gat ekki sagt hvaða markvörður sé líklega á leið til félagsins þar sem það er ekki full frágengið. „Ef við fáum einhvern til að styrkja hópinn okkar verulega þá skoðum við það en við erum ekki að fjölga til að fjölga í hópnum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
ÍBV skaust í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Fram á Hásteinsvelli í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna. Víðir Þorvarðarson og Jonathan Glenn skoruðu mörkin í sitthvorum hálfleiknum. Baráttan var í algleymingin enda mikið undir. Eina markið kom í fyrri hálfleik, en ÍBV klikkaði nokkrum færum til að gera út um leikinn. Víðir kom Eyjamönnum yfir og Jonathan skoraði síðan sitt sjöunda mark í uppbótartíma. Framarar voru fyrir leikinn í fallsæti með níu stig, en ÍBV var sæti ofar með einu stigi fleira og því var um að ræða algjöran fallbaráttuslag. Leikurinn var gífurlega mikilvægur og það sást eilítið á fyrstu mínútunum sem voru alls ekki mikið fyrir augað, smá stress í leikmönnum og liðin héldu boltanum ekkert sérstaklega vel. Framarar losuðu sig við þrjá leikmenn í vikunni og allir voru þeir sóknarþenkjandi leikmenn; Björgólfur Takefusa var látinn fara, Guðmundur Magnússon fór í HK og Einar Már Þórisson aftur í KV. Framherjinn efnilegi Alexander Már Þorláksson var því í fremstu víglínu Framara, en hann hefur ekki verið heitur í Pepsi-deildinni. ÍBV hafði unnið síðustu tvo leiki í Pepsi-deildinni og mættu því með mikið sjálfstraust. Þeir byrjuðu með vindi og þeir voru ekki nema fimm mínútur að ná forystunni. Víðir tók þá aukaspyrnu, eina af fjölmörgu í leiknum, og þrumaði boltanum í varnarvegg Framara og boltinn lak í hornið. Eyjamenn fengu svo færi til að bæta við mörkum, en þeir voru með, eins og fyrr segir, strekkingsvindi í fyrri hálfleik og nýttu sér allar aukaspyrnur og innköst til að koma boltanum sem næst markinu. Þeir fengu svo eitt til tvö tækifæri til að bæta við marki, en þeim tókst það ekki og staðan 1-0 fyrir hvítklæddum heimamönnum í hálfleik. Í síðari hálfleik var leikurinn nokkuð opin, en baráttan var í algleymingi. ÍBV fengu öllu betri færi, en Víðir klikkaði til að mynda dauðafæri og þeir áttu nokkur hörkuskot. Framarar voru hins vegar afar máttlausir og sköpuðu sér afar fá færi. Þeir reyndu að skipta frískari mönnum inná eins og Aroni Bjarnasyni og Ásgeir Marteinssyni en lítið var að frétta og sóknaraðgerðir þeirra voru afar máttlausar. Jonathan skoraði svo annað mark Eyjamanna undir lok leiks, en það var hans sjöunda mark í sumar. Hann skoraði það eftir ævintýraleg mistök Harðar Fannars í markinu og hljóp svo með boltann í autt markið. Framarar fengu eitt til tvö færi eftir darraðadans en ekki var það mikið meira og Eyjamenn sigldu afar mikilvægum sigri heim. Þeir fóru með sigrinum upp í sjöunda sæti, tímabundið að minnsta kosti, en Framarar sitja á botninum eftir leiki dagsins með níu stig. Framarar eru komnir í tóm vesen, en spilamennska þeirra var ekki góð í dag. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en Eyjamenn voru þó ívið sterkari. Þeir sköpuðu sér fleiri færi og sóknaraðgerðir Framara voru afar bitlausar. Brynjar Gauti: Getum gert þetta að góðu sumri„Þetta var hrikalega góður sigur. Þetta var ekki okkar besti leikur en samt vorum við miklu betri en Framarar. Við áttum að klára þennan leik í fyrri hálfleik og hefðum getað unnið fimm, sex – núll,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson leikmaður ÍBV. „Við vorum miklu grimmari í alla bolta og þetta var kannski ekki fallegasti fótboltinn sem var spilaður í dag. „Vindurinn hefur alltaf áhrif þegar hann er svona mikið á annað markið. Við náðum ekki að nýta okkur það alveg að vera með vindinn í bakið í fyrri hálfleik. Við áttum að setja fleiri á þá og svo koma þeir framar á völlinn í seinni hálfleik en ná ekki að skapa sér neitt og við klárum þetta í lokin,“ sagði Brynjar Gauti en ÍBV er komið á gott skrið eftir erfiða byrjun á mótinu. „Við vorum búnir að spila ágætlega fyrir utan þrjá fyrstu leikina. Þetta var klaufaskapur og datt ekki með okkur. Við fengum á okkur mörk undir lokin en svo kom loksins þessi sigur sem við þurftum og það létti á okkur strax og það er allt annar andi í liðinu. „Þó það hafi byrjað brösuglega þá er hellingur eftir af sumrinu og við getum gert þetta að góðu sumri,“ sagði Brynjar Gauti. Bjarni Guðjónsson: Vantaði kraft og þor„Við spiluðum á móti mjög sterkum vindi í fyrri hálfleik og það var heppnisstimpill yfir marki þeirra. Í varnarvegginn og inn,“ sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari Fram. „Annars var ég þokkalega sáttur hvernig fyrri hálfleikur spilaðist. Við hefðum getað haldið boltanum betur en það var erfitt gegn sterkum vindinum og hversu mikið þeir pressuðu okkur. Við vorum þokkalega sáttir að fara inn í hálfleik 1-0 undir. „Ég hafði mikla trú á að við gætum farið inn í seinni hálfleik og náð allavega að jafna leikinn en það vantar baráttu í liðið. Þetta er gamaldags tugga en þú getur haft mestu hæfileika í heiminum en ef þú leggur þig ekki fram þá fær maður ekki neitt út úr leiknum. „Ég bjóst við okkur betri í seinni hálfleik. Það vantaði kraft og þor. Það vantar ekki hæfileika í liðið. Þetta eru allt strákar sem geta spilað fótbolta. Skapað færi og skorað og gert mikið úr litlu en ef þú hefur ekki viljan í það þá lendum við í vandræðum,“ sagði Bjarni en Fram er komið í neðsta sæti deildarinnar. „Það er ekki gott að vera í neðsta sæti en þegar við lögðum af stað í haust þá var ljóst að þetta gæti verið einn af möguleikunum. Þó ætlum við ekki niður með liðið. Við erum að byggja til framtíðar. Við viljum og ætlum upp töfluna. Það verður erfitt og til þess þarf dug og baráttu. „Markmannsleitin gengur fínt og við göngum vonandi frá því á mánudaginn,“ sagði Bjarni en gat ekki sagt hvaða markvörður sé líklega á leið til félagsins þar sem það er ekki full frágengið. „Ef við fáum einhvern til að styrkja hópinn okkar verulega þá skoðum við það en við erum ekki að fjölga til að fjölga í hópnum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira