Erlent

Philae nú stöðugt á yfirborði halastjörnunnar

Atli Ísleifsson skrifar
vísir/getty
Könnunarfarið Philae er nú stöðugt á yfirborði halastjörnu eftir að hafa fyrst mistekist að skorða sig fast á yfirborði halastjörnunnar. Myndir hafa borist frá könnunarfarinu og ræða vísindamenn nú næstu skref.

Fyrstu upplýsingar bentu til að farið hafi þrívegis reynt að lenda á halastjörnunni án árangurs, en skutlum farsins mistókst að festa farið á yfirborðinu.

Philae lenti á halastjörnunni í gær eftir tíu ára ferðalag, en vísindamenn vonast til að farið geti veitt innsýn í upphaf sólkerfis okkar.


Tengdar fréttir

Reyna að lenda á halastjörnunni

Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×