Steven Lennon varð fyrir því óhappi í leik FH og Fram í dag að fá skurð á getnaðarlim sinn. Hann skýrir frá því á Facebook-síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan.
Hann greinir frá því að Jónas Grani Garðarsson, sjúkraþjálfari FH, hafi þurft að setja þrjá heftiplástra á liminn þar sem að skurðurinn hafi verið það djúpur.
Lennon gerir þó góðlátlegt grín að öllu saman í umræðunum á síðunni sinni.