Pútín vill Úkraínuhermenn burt frá A- og S-hluta Úkraínu Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. maí 2014 07:00 Herskár aðkilnaðarsinni á bandi Rússa ræðir við lögreglumenn í miðjum átökum við byggingar svæðisstjórnarinnar í Dónetsk í Úkraínu í gær. Til átaka kom eftir fjölmenna kröfugöngu í borginni. Fréttablaðið/AP Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína eigi að kalla herlið burt úr austur- og suðurhluta landsins, þar sem uppreisnarmenn hafa tekið yfir byggingar. Nokkrum stundum síðar lýsti bráðabirgðaforseti Úkraínu því yfir í gær að herskylda yrði áfram við lýði í landinu vegna þess hve óeirðir hafi aukist. Þrátt fyrir að Úkraína hafi í fyrra kynnt fyrirætlanir um að láta af herskyldu sagði Ólexander Túrtsjínov, bráðabirgðaforseti Úkraínu, í tilskipun sinni að í ljósi „hættunnar á að þrengt væri að yfirráðarétti Úkraínu yfir héröðum sínum og afskiptum Rússa af innri málefnum Úkraínu,“ þyrfti nauðsynlega að endurnýja ákvæði um herskyldu í landinu. Stjórnvöld í Moskvu hafa fordæmt framgöngu öryggissveita Úkraínu og árangurslitlar aðgerðir gegn uppreisnarmönnum í austurhluta landsins og varað við því að herinn færi fram með ofbeldi í garð borgara. Í símtali Pútíns og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær sagði Pútín að brotthvarf herafla úr suður- og austurhluta Úkraínu væri „aðalmálið“, en óljóst þótti hvort túlka bæri þau orð sem afdráttarlausa kröfu. Ekki kom fram í tilskipun Túrtsjínovs hvar nákvæmlega í landinu eða hvernig herkvaddur liðsafli kynni að verða nýttur. Fyrr í vikunni lét hann hafa eftir sér að lögregla og öryggissveitir hafi mátt sín lítils gegn uppreisnarhópum á svæðum Dónetsk og Lúhansk, þar sem óeirðirnar hafa verið langmestar. Þá sagði hann að leggja ætti áherslu á að koma í veg fyrir að uppreisnin næði til annarra hluta landsins.NATO flokkar Rússa sem andstæðinga Eftir tveggja áratuga viðleitni til að efla samstarf við Rússland hefur Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) fundið sig knúið til að koma fram við Moskvustjórn sem andstæðing. „Ljóst er að Rússar hafa flokkað NATO sem andstæðing þannig að við þurfum að hverfa frá því að líta á Rússland sem félaga og líta fremur á það sem andstæðing,“ segir Alexander Vershbow, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO. Í spurningatíma með blaðamönnum sagði Vershbow að innlimun Krímskaga í Rússland og afskipti Rússa og þátttaka í óeirðum í austurhluta Úkraínu hafi leitt til grundvallarbreytinga á samskiptum NATO og Rússlands. Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að Úkraína eigi að kalla herlið burt úr austur- og suðurhluta landsins, þar sem uppreisnarmenn hafa tekið yfir byggingar. Nokkrum stundum síðar lýsti bráðabirgðaforseti Úkraínu því yfir í gær að herskylda yrði áfram við lýði í landinu vegna þess hve óeirðir hafi aukist. Þrátt fyrir að Úkraína hafi í fyrra kynnt fyrirætlanir um að láta af herskyldu sagði Ólexander Túrtsjínov, bráðabirgðaforseti Úkraínu, í tilskipun sinni að í ljósi „hættunnar á að þrengt væri að yfirráðarétti Úkraínu yfir héröðum sínum og afskiptum Rússa af innri málefnum Úkraínu,“ þyrfti nauðsynlega að endurnýja ákvæði um herskyldu í landinu. Stjórnvöld í Moskvu hafa fordæmt framgöngu öryggissveita Úkraínu og árangurslitlar aðgerðir gegn uppreisnarmönnum í austurhluta landsins og varað við því að herinn færi fram með ofbeldi í garð borgara. Í símtali Pútíns og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær sagði Pútín að brotthvarf herafla úr suður- og austurhluta Úkraínu væri „aðalmálið“, en óljóst þótti hvort túlka bæri þau orð sem afdráttarlausa kröfu. Ekki kom fram í tilskipun Túrtsjínovs hvar nákvæmlega í landinu eða hvernig herkvaddur liðsafli kynni að verða nýttur. Fyrr í vikunni lét hann hafa eftir sér að lögregla og öryggissveitir hafi mátt sín lítils gegn uppreisnarhópum á svæðum Dónetsk og Lúhansk, þar sem óeirðirnar hafa verið langmestar. Þá sagði hann að leggja ætti áherslu á að koma í veg fyrir að uppreisnin næði til annarra hluta landsins.NATO flokkar Rússa sem andstæðinga Eftir tveggja áratuga viðleitni til að efla samstarf við Rússland hefur Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) fundið sig knúið til að koma fram við Moskvustjórn sem andstæðing. „Ljóst er að Rússar hafa flokkað NATO sem andstæðing þannig að við þurfum að hverfa frá því að líta á Rússland sem félaga og líta fremur á það sem andstæðing,“ segir Alexander Vershbow, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO. Í spurningatíma með blaðamönnum sagði Vershbow að innlimun Krímskaga í Rússland og afskipti Rússa og þátttaka í óeirðum í austurhluta Úkraínu hafi leitt til grundvallarbreytinga á samskiptum NATO og Rússlands.
Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira