Samkvæmt heimildum Daily Mirror hafa forráðamenn Swansea gefið upp alla von á því að halda framherjanum Wilfried Bony hjá félaginu. Bony hefur verið orðaður við Liverpool og Tottenham undanfarnar vikur.
Bony sem gekk til liðs við Swansea frá Vitesse Arnheim fyrir aðeins einu ári síðan lék vel á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Í heildina lék hann 48 leiki fyrir Swansea á síðasta tímabili og skoraði í þeim 25 mörk.
Samkvæmt heimildum Daily Mirror vill Bony komast til stærra félags og er talið að félagið sé tilbúið að hlusta eftir tilboðum. Swansea greiddi 12 milljónir punda fyrir Bony síðasta sumar en vill nú fá tæplega 20 milljónir fyrir framherjann.
Swansea tilbúið að hlusta á tilboð í Bony
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið






United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn


Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn

