Enski boltinn

Gylfi í -180 gráðum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi fagnar marki sínu gegn Aston Villa.
Gylfi fagnar marki sínu gegn Aston Villa. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea beita öllum ráðum til þess að ná endurheimt sem fyrst eftir leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Swansea tapaði í fyrradag fyrir Liverpool, 4-1, á útivelli og þeir mæta síðan Hull á nýársdag.

Í gær birti Gylfi mynd á Instagram-síðu sinni þar sem hann sést í -180 gráðum á selsíus, en þetta er hluti af því sem sjúkraþjálfarar og aðrir mæla með til þess að ná endurheimt sem fyrst.

Þetta verður þó að vera gert undir handleiðslu atvinnumanna, en myndina af Gylfa má sjá hér að neðan.

Recovery at -180C

A photo posted by Gylfi Sigurdsson (@gylfisig22) on


Tengdar fréttir

Gylfi fjórfaldaði sinn besta árangur

Gylfi Þór Sigurðsson hefur þegar bætt sinn besta árangur á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni að það þótt að tímabili sé bara hálfnað.

Gylfi Sig á bekknum í úrvalsliði Messunnar

Messan gerði í gær upp leikina sem fóru fram í ensku úrvalsdeildinni á milli jóla og nýárs en Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason völdu einnig úrvalslið fyrri umferðarinnar sem lauk með leik Liverpool og Swansea í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×