Enski boltinn

Carragher hrósaði Gylfa í hástert

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports-sjónvarpsstöðinni, segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé sá leikmaður sem hafi bætt sig mest frá síðasta tímabili.

Þeir Carragher og Gary Neville fóru yfir tímabilið til þessa í ensku úrvalsdeildinni og völdu meðal annars lið og þjálfara ársins.

Þegar það kom að mestu framförunum valdi Neville Harry Kane, sóknarmann Tottenham, en Carragher íslenska landsliðsmanninn sem skoraði mark Swansea í 4-1 tapi liðsins gegn Liverpool í gær..

„Hann hefur verið frábær. Við höfum rætt mikið um samband Cesc Fabregas og Diego Costa en það sama á við um hann og Wilfried Bony,“ sagði Carragher.

„Aðeins Fabregas hefur gefið fleiri stoðsendingar en hann á tímabilinu en Gylfi skorar líka mörk, eins og við sáum gegn Liverpool. Þetta gekk ekki alveg upp hjá honum hjá Tottenham en hann er alvöru.“

Gylfi skoraði sigurmark Swansea gegn Aston Villa á öðrum degi jóla en í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá stuðningsmenn liðsins fagna markinu og syngja nafn hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×