Enski boltinn

Tölfræði Gylfa: Stoðsendingarnar í byrjun leikja en mörkin í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar einu marka sinna á tímabilinu.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar einu marka sinna á tímabilinu. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið með beinum hætti að tólf mörkum Swansea City í fyrstu nítján umferðum ensku úrvalsdeildarinnar en hann skoraði mark liðsins í lokaleik ársins á Anfield í gærkvöldi.

Gylfi Þór var að skora sitt fjórða deildarmark á móti Liverpool í gær en hann hefur einnig gefið átta stoðsendingar á félaga sína í Swansea-liðinu.

Það vekur athygli þegar tölfræði þessara tólf "marka" Gylfa er skoðuð nánar að hann er að gefa nær allar stoðsendingar sínar á fyrstu 50 mínútum leikjanna en hann er síðan að skora nær öll mörkin sín á síðustu 40 mínútum leikjanna.

Gylfi hefur þannig gefið 7 af 8 stoðsendingum sínum á fyrstu fimmtíu mínútunum þar af fimm þeirra á fyrsta hálftíma leikjanna.

Gylfi hefur aftur á móti skorað 3 af 4 mörkum sínum á síðustu fjörtíu mínútunum þar af tvö þeirra á 71. til 80. mínútu leikjanna.

Gylfi og Wilfried Bony hafa verið í aðalhlutverki hjá Swansea í vetur en Bony hefur komið að ellefu mörkum liðsins þar af skorað átta þeirra sjálfur.

Gylfi er með langflestar stoðsendingar leikmanna Swansea og þá er hann annar markahæsti leikmaður liðsins í fyrstu nítján umferðum ensku úrvalsdeildarinnar.



Mörk Gylfa eftir leiktíma

1. til 10. mínúta: 0

11. til 20. mínúta: 1

21. til 30. mínúta: 0

31. til 40. mínúta: 0

41. til 50. mínúta: 0   [1 á 1. til 50. mín]

51. til 60. mínúta: 1

61. til 70. mínúta: 0

71. til 80. mínúta: 2

81. til 90. mínúta: 0   [3 á 51. til 90. mín]

Stoðsendingar Gylfa eftir leiktíma

1. til 10. mínúta: 1

11. til 20. mínúta: 2

21. til 30. mínúta: 2

31. til 40. mínúta: 1

41. til 50. mínúta: 1   [7 á 1. til 50. mín]

51. til 60. mínúta: 0

61. til 70. mínúta: 0

71. til 80. mínúta: 1

81. til 90. mínúta: 0   [1 á 51. til 90. mín]

Mörk og stoðsendingar Gylfa eftir leiktíma

1. til 10. mínúta: 1

11. til 20. mínúta: 3

21. til 30. mínúta: 2

31. til 40. mínúta: 1

41. til 50. mínúta: 1   [8 á 1. til 50. mín]

51. til 60. mínúta: 1

61. til 70. mínúta: 0

71. til 80. mínúta: 3

81. til 90. mínúta: 0   [4 á 51. til 90. mín]


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×