Enski boltinn

Mark Gylfa dugði ekki til gegn Liverpool | Sjáðu mörkin

Moreno fagnar marki sínu í kvöld.
Moreno fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty
Liverpool er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir stórsigur, 4-1, á Swansea í kvöld. Swansea færist niður í níunda sætið.

Liverpool spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og það var fyllilega verðskuldað er Moreno kom heimamönnum yfir. Komst í dauðafæri. Skotið ekki gott en inn fór boltinn.

1-0 í hálfleik og leikar æstust í síðari hálfleik. Swansea byrjaði síðari hálfleikinn skelfilega er markvörður þeirra, Fabianski, skaut boltanum í Adam Lallana og af honum fór boltinn í markið. Ævintýralega klaufalegt.

Swansea neitaði að gefast upp og Gylfi Þór Sigurðsson minnkaði muninn skömmu síðar með skoti af stuttu færi. Liverpool var næstum komið í 3-1 skömmu síðar er Sterling komst í dauðafæri en skot hans fór í stöngina.

Þriðja markið kom þó hálftíma fyrir leikslok. Frábær sprettur hjá Lallana inn í teiginn og afgreiðslan til fyrirmyndar.

Rothöggið kom 22 mínútum fyrir leikslok er Jonjo Shelvey ákvað að setja boltann í eigið mark á sínum gamla heimavelli.

Þó svo allt hafi verið í blóma hjá Liverpool þá hljóp Raheem Sterling kapp í kinn og hann sló til leikmanns Swansea. Aðstoðardómarinn sá atvikið en gerði ekkert í því. Sterling stálheppinn að hanga inn á vellinum.

Gylfi var ekki fjarri því að leggja upp mark sjö mínútum fyrir leikslok. Frábær sending á Gomis en skot hans fór í vinkilinn. Swansea óheppið þar.

Liverpool heilt yfir mun sterkara liðið og átti sigurinn fyllilega skilið. Spurning hvort það sé að kvikna á liðinu á nýjan leik?



1-0 fyrir Liverpool. Moreno skorar. Lallana skorar eftir ævintýralegan klaufaskap hjá Fabianski. Gylfi minnkar muninn fyrir Swansea. Smekklegt mark hjá Lallana. 3-1. Sjálfsmark Shelvey. 4-1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×