Erlent

Dóttir stjórnarformannsins brjálaðist þegar hún fékk ekki hnetur á disk

Atli Ísleifsson skrifar
Heather Cho er nú hætt sem varaformaður stjórnar Korean Air.
Heather Cho er nú hætt sem varaformaður stjórnar Korean Air. Vísir/AFP

Dóttir stjórnarformanns Korean Air fyrirskipaði áhafnarmeðlimum vélar flugfélagsins til að hætta við flugtak og aka vélinni aftur í flugstöð þar sem hún vildi hneturnar sínar bornar fram á disk. Að því loknu lét hún vísa fyrstu freyjunni úr vélinni.

Atvikið átti sér stað á JFK flugvellinum í New York á föstudaginn.

Í frétt BBC kemur fram að Heather Cho, varaformaður stjórnar Korean Air og dóttir stjórnarformannsins, hafi reiðst mikið þegar henni var boðið makademíuhnetur í poka í stað þess að fá þær bornar fram á diski.

Cho fyrirskipaði þá að vélinni skyldi ekið aftur að flugstöðinni til að hægt væri að vísa fyrstu freyjunni frá borði. Vélin var þá búin að aka 30 til 40 metra inn á flugbrautina.

Korea Times greinir frá því að Cho hafi öskrað á flugfreyjurnar og skipað flugstjóranum að stöðva vélina.

Cho hefur nú hætt störfum sem varaformaður stjórnar vegna atviksins og flugfélagið beðist velvirðingar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.