Enski boltinn

Van Persie: Ég á nóg eftir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Persie hefur verið heitur upp við markið að undanförnu.
Van Persie hefur verið heitur upp við markið að undanförnu. vísir/getty
Robin van Persie, leikmaður Manchester United og hollenska landsliðsins, neitar því að ferill hans sé niðurleið og segist vera í góðu formi þessa dagana.

„Mér hefur liðið mjög vel líkamlega síðustu vikurnar. Ég get tekið fleiri hlaup og það er ekki tilviljun að ég hef skorað meira að undanförnu,“ sagði Hollendingurinn í samtali við MUTV.

„Byrjunin á tímabilinu var erfið. Ég veit ekki af hverju. Kannski var það út af HM. Ég hef spilað á fimm stórmótum, þrisvar sinnum á EM og tvívegis á HM, og það er alltaf erfitt að komast í gang eftir þau.“

Van Persie skoraði bæði mörk United í 1-2 sigri á Southampton á mánudaginn og er því kominn með sex mörk í 14 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Hann þvertekur fyrir að aldurinn sé farinn að hægja á honum.

„Þegar þú ert kominn yfir þrítugt og gengur illa á vellinum segja allir að það sé vegna aldursins. Ég er viss um að ég muni spila í hæsta styrkleikaflokki um ókomin ár. Það er markmiðið, svo aldurinn er ekkert vandamál,“ sagði hinn 31 árs gamli van Persie sem kom til United frá Arsenal 2012.


Tengdar fréttir

Neville hló að lélegum leik Man. Utd

Man. Utd fékk kannski þrjú stig gegn Southampton í gær en frammistaða liðsins var engu að síður ekkert til þess að hrópa húrra fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×