Enski boltinn

Neville hló að lélegum leik Man. Utd

Bjargvætturinn. Van Persie kom Man. Utd til bjargar í gær.
Bjargvætturinn. Van Persie kom Man. Utd til bjargar í gær. vísir/getty
Man. Utd fékk kannski þrjú stig gegn Southampton í gær en frammistaða liðsins var engu að síður ekkert til þess að hrópa húrra fyrir.

Gary Neville, fyrrum leikmaður Man. Utd og sérfræðingur hjá Sky, var í losti yfir því hversu lélegur leikur liðsins var.

„Van Gaal hefur líklega aldrei áður stýrt liði sem gefur eins lélegar sendingar og Man. Utd í þessum leik. Það var orðið svo slæmt að maður fór að hlæja að því hversu lélegar sendingarnar voru. Ég trúði varla hversu oft þeir gáfu boltann frá sér," sagði Neville.

„Maður horfir á þessa leikmenn sem eru rándýrir og hugsa sér að þeir geti spilað svona. Ég var í losti."

Neville segist þó ekki efast um að leikur liðsins eigi eftir að batna mikið.

„Þeir komust upp með morð í þessum leik en liðið verður einfaldlega að spila betur."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×