Enski boltinn

Van Persie skaut United í þriðja sætið | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Robin van Persie skorar annað mark sitt í leiknum úr þröngu færi.
Robin van Persie skorar annað mark sitt í leiknum úr þröngu færi. vísir/getty
Manchester United lagði Southampton, 2-1, í lokaleik fimmtándu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Robin van Persie kom United yfir á tólftu mínútu þegar hann nýtti sér slæm mistök Jose Fonté, miðvarðar Southampton, og skoraði framhjá Fraser Forster í markinu, 1-0.

Staðan var þó jöfn í hálfleik því Ítalinn Graziano Pelle skoraði fyrir Dýrlingana með föstu skoti úr teignum eftir dapran varnarleik gestanna á 31. mínútu leiksins.

Í seinni hálfleik reyndist Van Persie svo hetja United-manna þegar hann skoraði sigurmarkið úr þröngu færi eftir aukaspyrnu frá Wayne Rooney á 71. mínútu, 2-1.

Dýrlingarnir pressuðu stíft á gestina undir lok leiksins en tókst ekki að koma boltanum í netið. David De Gea, markvörður United, aftur í stuði fyrir sína menn.

Þetta er fimmti sigur Manchester United í röð, en það komst upp fyrir West ham í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar með sigrinum í kvöld.

United með 28 stig, þremur stigum meira en Southampton sem er nú án sigurs í fjórum síðustu leikjum sínum. Það er fallið niður í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Öll mörkin í leiknum: Robin van Persie kemur United í 1-2:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×