Enski boltinn

Engin fjölmiðlabrella að fá Eið Smára til Bolton

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen er mættur aftur til Bolton eftir fjórtán ára fjarveru.
Eiður Smári Guðjohnsen er mættur aftur til Bolton eftir fjórtán ára fjarveru. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen fékk flotta dóma fyrir fyrsta leik sinn með Bolton eftir endurkomuna til liðsins, en Bolton gerði markalaust jafntefli við Ipswich um síðustu helgi.

Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton, líkir Eiði Smára við Frank Lampard og vonast til að hann haldi áfram að skila af sér góðu starfi langt fram á fertugsaldurinn eins og Lampard er að gera.

Sjá einnig:Bolton News: Eiður Smári verður bjargvættur liðsins

„Eiður er leikmaður sem mun skipta sköpum fyrir okkur. Að fá hann til liðsins er engin fjölmiðlabrella,“ segir Lennon við Bolton News.

Frank Lampard er jafn gamall og Eiður Smári, báðir eru 36 ára gamlir. Lampard hefur verið mjög góður með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og skoraði um daginn mark sem gerði hann að þriðja markahæsta leikmanni úrvalsdeildarinnar frá upphafi.

Sjá einnig:Wheater nennir ekki að skutla Eiði Smára á æfingar lengur

„Frank spilar fyrir Manchester City og hann spilaði fyrir Chelsea - stór lið,“ segir Lennon. „Við erum ekki stórt lið í B-deildinni, en við erum að vonast til að Eiður geti haft áhrif á okkar leik.“

„Ég spilaði sjálfur í B-deildinni þegar ég var 36 ára og ég var ekki nálægt því að vera í jafn góðu formi og þessir strákar. Þetta er alveg hægt. Ég lít ekki á aldur sem einhverja hindrun. Ég horfi bara á fótboltamanninn og hvað hann hefur fram að færa fyrir liðið. Eiður kemur með mikil gæði inn í okkar lið,“ segir Neil Lennon.


Tengdar fréttir

Eiður sneri aftur | Myndband

Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik fyrir Bolton Wanderers í 14 ár þegar hann kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli gegn Ipswich á Macron Stadium.

Lennon var ánægður með Eið

Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, var ánægður með innkomu Eiðs Smára Guðjohnsen í markalausu jafntefli gegn Ipswich Town í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×