Erlent

Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sony hætti við útgáfu The Interview eftir árásina.
Sony hætti við útgáfu The Interview eftir árásina. Vísir/AFP
Rannsókn hefur leitt í ljós að norðurkóresk stjórnvöld séu á bak við árásina sem gerð var á tölvukerfi Sony. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir heimildarmanni úr bandaríska stjórnkerfinu.

CNN segir frá því í dag að tölvuþrjótarnir hafi sent stjórnendum Sony skeyti þar sem ákvörðun þeirra um að hætta við sýningar á kvikmyndinni The Interview er sögð „mjög vitur“. Tölvuskeytið var sent stjórnendum Sony í gærkvöldi en CNN hefur það undir höndum.

„Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview," sagði meðal annars í póstinum. „Við munum tryggja öryggi gagnanna nema að þið verðið til frekari vandræða.“


Tengdar fréttir

Team America tekin úr sýningu

Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×