Erlent

Cosby kærður

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Bill Cosby.
Bill Cosby. vísir/afp

Lögð var fram kæra í gær á hendur leikaranum og grínistanum Bill Cosby vegna meintra kynferðisbrota. Konan sú sem leggur fram ákæruna kveður Cosby hafa misnotað sig inni í Playboy-höllinni svokölluðu í Los Angesles árið 1974, eða þegar hún var 15 ára gömul.



Fjöldi kvenna hefur á síðustu misserum stigið fram og sakað Cosby um kynferðisbrot. Hann segir ásakanirnar þó ekki svaraverðar og með öllu tilhæfulausar. Þær hafi verið ósannar þegar þær komu fyrst fram fyrir áratugum síðan og séu það enn í dag.


Tengdar fréttir

Cosby afboðar sig eftir ásakanir um nauðganir

Búið er að afboða komu Bill Cosby, leikara og grínista, í sjónvarpsþáttinn Late Show með David Letterman á CBS. Talið er að það tengist ásökunum um kynferðislegt ofbeldi og nauðgunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×