Erlent

Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York

Ákvörðun kviðdómsins var mótmælt í New York í gær.
Ákvörðun kviðdómsins var mótmælt í New York í gær.
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki.

Sú ákvörðun orsakaði götumótmæli í borginni og hafa mótmælendur áformað að fara í kröfugöngu til höfuðborgarinnar Washington í næstu viku.

Ákvörðun kviðdómsins sætir enn meiri gagnrýni í ljósi þess að kviðdómur í Ferguson í Missouri komst að sömu niðurstöðu á dögunum í máli lögreglumanns sem skaut ungling til bana í bænum og olli það miklum óeirðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×