Fótbolti

Lagerbäck fékk knús á Austurvelli

"Ég elska þig," sagði þessi ágæti maður við Lagerbäck sem gat ekki annað en hlegið.
"Ég elska þig," sagði þessi ágæti maður við Lagerbäck sem gat ekki annað en hlegið.
„Hann gæti orðið borgarstjóri í Reykjavík ef hann vildi," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu um samstarfsmann sinn, Lars Lagerbäck, í viðtali við sænska ríkissjónvarpið.

Hann er þá spurður um hversu vinsæll Lagerbäck sé á Íslandi. Þjálfarinn er mjög vinsæll á Íslandi eftir að hafa unnið frábært starf með íslenska landsliðinu.

SVT fylgdi Lars til Íslands á dögunum og gerði um hann innslag sem má sjá hér. Árangur Íslands undir stjórn Lagerbäck hefur eðlilega vakið mikla athygli í Svíþjóð enda er Ísland orðin besta fótboltaþjóðin á Norðurlöndunum.

Meðal annars er farið með Lars niður í bæ þar sem kemur vel í ljós hversu vinsæll hann er þegar maður á Austurvelli knúsar Lars og segist elska hann. Stórkostleg sena.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×