Fótbolti

Viðar Örn leikmaður ársins hjá Nettavisen | Sagður minna á Solskjær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar Örn sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.
Viðar Örn sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Heimasíða Vålerenga
Norska úrvalsdeildin í fótbolta kláraðist í gær þegar lokaumferðin fór fram.

Íslendingar voru í stórum hlutverkum í norsku deildinni á tímabilinu, þó enginn eins og Viðar Örn Kjartansson.

Selfyssingurinn sem gekk til liðs við Vålerenga frá Fylki í fyrra skoraði 25 mörk í 29 leikjum á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku og stóð uppi sem markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar.

Í gær valdi norski vefmiðilinn Nettavisen Viðar leikmann ársins í norsku deildinni, en í umsögn miðilsins segir að Selfyssingurinn minni um margt á Ole Gunnar Solkjær, fyrrverandi framherja Manchester United og norska landsliðsins. Viðar var einnig valinn í lið ársins hjá sama miðli.

Martin Ødegaard, leikmaður Strømsgodset, var valinn besti ungi leikmaðurinn, en þessi 15 ára strákur sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Ødegaard var verðlaunaður með sæti í landsliðinu og þreytti frumraun sína með því gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum í lok ágúst.

Þá var Dag-Eilev Fagermo, þjálfari Odd, valinn þjálfari ársins. Odd átti frábært tímabil, endaði í þriðja sæti deildarinnar, auk þess sem liðið er komið í bikarúrslit þar sem það mætir Molde 23. nóvember næstkomandi.


Tengdar fréttir

Bankað á dyrnar í Belgíu

Íslenska fótboltalandsliðið er komið upp í 28. sæti á FIFA-listanum og það er allt annað en auðvelt að vinna sér sæti í byrjunarliði Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. Fréttablaðið skoðar í dag hvaða leikmenn eiga möguleika á sæti í liðinu.

Viðar og Ronaldo í baráttunni um gullskó Evrópu

Viðar Örn Kjartansson og Cristiano Ronaldo eru báðir meðal þriggja hæstu á listanum yfir markahæstu leikmenn Evrópu á tímabilinu 2014-15 en sigurvegarinn hlýtur að launum Gullskó Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×