Fótbolti

Fleiri Íslendingar á leiknum í Tékklandi en voru í Króatíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Það er gríðarlegur áhugi á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM sem fer fram í Tékklandi sunnudaginn 16. nóvember næstkomandi en þarna mætast tvö efstu liðin í riðlinum sem bæði hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína.  

Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi íslenska landsliðsins, staðfesti það á blaðamannafundi í dag að minnsta kosti 600 Íslendingar verði á leiknum í Tékklandi.

Það er stærri hópur en á seinni umspilsleiknum í Króatíu í fyrra þegar íslenska landsliðið átti möguleika á því að tryggja sér sæti á HM í Brasilíu.

Það eru pakkaferðir á vegum íslenskra ferðaskrifstofa og svo ætla Íslendingar búsetti í Evrópu einnig að fjölmenna á leikinn. Það mun því heyrast "Áfram Ísland" í stúkunni.

„Við eigum ekki von á látum frá íslenskum stuðningsmönnum. Annálaðir fyrir kurteisi og hressleika,“ segir Ómar í léttum tón á fundinum.


Tengdar fréttir

Heimir: Markmiðið okkar hefur ekkert breyst

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar íslenska landsliðsins í fótbolta, kynntu í dag landsliðshóp sinn fyrir vináttuleik á móti Belgum og leik við Tékkland í undankeppni EM 2016.

Tékkarnir eru eins og vel smurð vél

Ísland og Tékkland, tvö efstu liðin í A-riðli í undankeppni EM 2016, mætast sunnudaginn 16. nóvember næstkomandi og Heimir Hallgrímsson fór yfir tékkneska liðið á blaðamannafundi í dag þar sem íslenski hópurinn var tilkynntur.

Lagerbäck fagnar fáum spjöldum hjá Strákunum okkar

Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins, er mjög ánægður með að leikmenn íslenska liðsins hafa ekki fengið mörg spjöld í fyrstu þremur leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×