Erlent

Breytt innflytjendalöggjöf kemur í veg fyrir brottvísanir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fjöldi ólöglegra innflytjenda í landinu á börn sem fæðst hafa í Bandaríkjunum og eru þar af leiðandi bandarískir ríkisborgarar.
Fjöldi ólöglegra innflytjenda í landinu á börn sem fæðst hafa í Bandaríkjunum og eru þar af leiðandi bandarískir ríkisborgarar. Vísir/Getty
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, mun í næstu viku kynna viðamiklar breytingar á innflytjendalöggjöf landsins. Talið er að breytingarnar muni koma í veg fyrir að yfir 5 milljónum ólöglegra innflytjenda verði vísað úr landi. Þeir munu í staðinn fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. New York Times greinir frá.

Fjöldi ólöglegra innflytjenda í landinu á börn sem fæðst hafa í Bandaríkjunum og eru þar af leiðandi bandarískir ríkisborgarar. Margar fjölskyldur hafa því lengi óttast að ef upp um foreldrana kæmist yrðu þeir sendir úr landi, burt frá börnunum sínum.

Breyti Obama innflytjendalöggjöfinni eins og líst hefur verið munu fjölskyldur ekki lengur þurfa að óttast þetta. Vitað er að repúblikanar eru mjög á móti fyrirhuguðum breytingum en Obama hyggst engu að síður láta reyna á málið.

Hópar sem berjast fyrir réttindum innflytjenda í Bandaríkjunum vona að breytingarnar nái fram að ganga. Obama hefur valdið þeim vonbrigðum í stjórnartíð sinni eftir fögur fyrirheit í kosningabaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×