Fótbolti

Kári: Þeir voru bara betri en við

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Plzen skrifar
„Þetta var algjör andstaða við það sem hefur verið í gangi hjá okkur í þessari keppni,“ sagði Kári Árnason, miðvörður íslenska liðsins, eftir tapið í Plzen í gærkvöldi.

„Það var heildarleysi yfir þessu hjá okkur. Við vorum slakir í heildina og það gekk lítið af því sem við reyndum. Þeir gátu bara tvöfaldað og þrefaldað á kantana og voru yfir heildina bara betri en við í dag,“ sagði Kári sem reyndi að líta á björtu hliðarnar.

„Það er jákvætt að við sköpum nóg af færum til að klára þetta og mörkin sem við fáum á okkur eru alveg skelfileg.“

Hann viðurkennir að Tékkarnir hafi komið þeim á óvart.

„Það kom okkur á óvart hvernig þeir keyrðu á okkur. Við bjuggumst ekki alveg við því að þeir myndu sækja á svona mörkum mönnum. Það varð til þess að við bökkuðum. En annars gekk bara lítið á okkur. Við reyndum að senda fram á Kolla og Jón Daða en boltinn kom alltaf aftur.“


Tengdar fréttir

Þjóðin svekkt en stolt af strákunum

Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi.

Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi

Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×