Fótbolti

Aron Einar: Erum enn í bullandi séns

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var vonsvikinn í leikslok, en sagði að þetta væri enginn heimsendir.

„Við vorum ekki að vinna seinni bolta og þetta droppaði alveg fyrir þá í dag. Við áttum ekki nein svör við þeirra leik í dag. Við höldum áfram því við vinnum sem lið og töpum sem lið," sagði Aron í viðtali við Guðmund Benediktsson strax eftir leik.

„Við þurfum að taka þessu bara í andlitið og bæta leikinn okkar. Við förum virkilega vel yfir þennan leik, það er nokkuð ljóst. Við þurfum bara bæta þetta," og aðspurður hvort það hafi verið stress í mönnum svaraði Aron:

„Kannski ekki stress, ég veit ekki hvað það var. Kannski ekki full einbeiting, eða ég veit ekki hvað. Það var virkilega svekkjandi að fá á okkur mark í lok síðari hálfleiks, en það er ekkert við því að gera og við héldum áfram."

„Það er svekkjandi að tapa þessum leik, en eina í stöðunni er bara líta fram á veginn. Næsti leikur er bara Liechtenstein og við þurfum að halda áfram og bæta okkur," sagði Aron en Gummi leiðrétti hann og sagði að Kazakar væru næsta verkefni.

Aron segir að menn ætli sér að komast til Frakklands á Evrópumótið 2016.

„Auðvitað. Við erum enn í bullandi séns. Þetta er ekki heimsendir og ef við náum að bæta okkur í næsta leik eru allir sáttir," sagði

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Þjóðin svekkt en stolt af strákunum

Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi.

Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi

Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×