Fótbolti

Íslendingar síðastir til að fá á sig mark í undankeppni EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins í leiknum í kvöld.
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins í leiknum í kvöld. Vísir/Daníel
Íslenska landsliðið hélt hreinu fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks í fjórða leik sínum í undankeppni EM og sló þar með við öllum liðunum í undankeppninni.

Tékkar jöfnuði metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar íslenska vörnin var búin að halda marki sínu hreinu í heilar 315 mínútur.

Ísland var fyrir þessa umferð í fámennum hópi með Englandi og Króatíu en þetta voru einu liðin sem voru ekki búin að fá á sig mark í undankeppni EM 2016.

Englendingar fengu á sig mark í 3-1 sigri á Slóveníu í gær og Ítalir skoruðu hjá Króötum eftir aðeins ellefu mínútna leik í kvöld.

Það voru því öll lið búin að fá á sig mark í undankeppninni þegar Tékkar fundi leiðina framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í Plzen í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×