Sagður bera út boðskap um hvernig beita eigi konur ofbeldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2014 11:31 Julien Blanc er afar umdeildur. Julien Blanc er Bandaríkjamaður sem ferðast um heiminn og kallar sig „stefnumótaþjálfara“. Hann heldur námskeið og fyrirlestra þar sem hann veitir karlmönnum ráð um hvernig þeir geta náð sér í konu. Blanc er afar umdeildur vegna þeirra aðferða sem hann boðar að séu áhrifaríkar til þess en í stuttu máli byggjast þær á að beita konur kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Blanc starfar á vegum fyrirtækis sem heitir Real Social Dynamics. Fyrirtækið er með fjölda „stefnumótaþjálfara“ á sínum snærum sem fara víða um og halda fyrirlestra og námskeið. Samkvæmt heimasíðu Real Social Dynamics er áætlað að halda námskeið hér á Íslandi næsta sumar og því spurning hvort að hinn umdeildi Blanc komi til landsins. Blanc átti fyrir um tveimur vikum síðan að halda fyrirlestra og námskeið í Ástralíu. Hann ætlaði að vera í landinu þar til í desember en dvöl hans styttist í annan endann vegna mikilla mótmæla og undirskriftasöfnunar gegn honum og boðskap hans. Innanríkisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, dró vegabréfsáritun Blanc til baka og sagði af því tilefni: „Þessi maður var ekki að breiða út pólitískan boðskap, heldur var hann að kenna hvernig beita má konur ofbeldi og koma fram við þær af vanvirðingu. Það er ekki eitthvað sem við hér í þessu landi viljum hafa í hávegum.“ Settar hafa verið í gang undirskriftasafnanir í öðrum löndum gegn fyrirhuguðum námskeiðum og fyrirlestrum Blanc. Þar á meðal eru Kanada, Bretland og Japan.Myndin sem Julien Blanc birti á Instagram og Twitter en hefur nú fjarlægt.Gátlisti um hvernig á að halda í konu Blanc hefur verið afar virkur á samfélagsmiðlum á borð við Twitter, Instagram og Youtube en Twitter-reikningur hans er nú lokaður auk þess sem myndband sem hann setti á Youtube um hvernig ætti að ná sér í konu í Tókýó hefur verið eytt. Í því myndbandi sagði Blanc til dæmis: „Ef þú ert hvítur maður í Tókýó, þá máttu gera hvað sem þú vilt. Ég er labba bara þar um, gríp um höfuðið á einhverjum stelpum, [...] og ýtti þeim í klofið á mér.“ Á meðal þess sem Blanc birti svo á Twitter var mynd sem notuð var til að vinna gegn heimilisofbeldi. Myndina má sjá hér til hliðar en Blanc sagði að hún gæti allt eins verið gátlisti fyrir fylgjendur sína um hvernig halda mætti í konu. Lét hann því fylgja með „hashtaggið“ #Howtomakeherstay. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Julien Blanc er Bandaríkjamaður sem ferðast um heiminn og kallar sig „stefnumótaþjálfara“. Hann heldur námskeið og fyrirlestra þar sem hann veitir karlmönnum ráð um hvernig þeir geta náð sér í konu. Blanc er afar umdeildur vegna þeirra aðferða sem hann boðar að séu áhrifaríkar til þess en í stuttu máli byggjast þær á að beita konur kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Blanc starfar á vegum fyrirtækis sem heitir Real Social Dynamics. Fyrirtækið er með fjölda „stefnumótaþjálfara“ á sínum snærum sem fara víða um og halda fyrirlestra og námskeið. Samkvæmt heimasíðu Real Social Dynamics er áætlað að halda námskeið hér á Íslandi næsta sumar og því spurning hvort að hinn umdeildi Blanc komi til landsins. Blanc átti fyrir um tveimur vikum síðan að halda fyrirlestra og námskeið í Ástralíu. Hann ætlaði að vera í landinu þar til í desember en dvöl hans styttist í annan endann vegna mikilla mótmæla og undirskriftasöfnunar gegn honum og boðskap hans. Innanríkisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, dró vegabréfsáritun Blanc til baka og sagði af því tilefni: „Þessi maður var ekki að breiða út pólitískan boðskap, heldur var hann að kenna hvernig beita má konur ofbeldi og koma fram við þær af vanvirðingu. Það er ekki eitthvað sem við hér í þessu landi viljum hafa í hávegum.“ Settar hafa verið í gang undirskriftasafnanir í öðrum löndum gegn fyrirhuguðum námskeiðum og fyrirlestrum Blanc. Þar á meðal eru Kanada, Bretland og Japan.Myndin sem Julien Blanc birti á Instagram og Twitter en hefur nú fjarlægt.Gátlisti um hvernig á að halda í konu Blanc hefur verið afar virkur á samfélagsmiðlum á borð við Twitter, Instagram og Youtube en Twitter-reikningur hans er nú lokaður auk þess sem myndband sem hann setti á Youtube um hvernig ætti að ná sér í konu í Tókýó hefur verið eytt. Í því myndbandi sagði Blanc til dæmis: „Ef þú ert hvítur maður í Tókýó, þá máttu gera hvað sem þú vilt. Ég er labba bara þar um, gríp um höfuðið á einhverjum stelpum, [...] og ýtti þeim í klofið á mér.“ Á meðal þess sem Blanc birti svo á Twitter var mynd sem notuð var til að vinna gegn heimilisofbeldi. Myndina má sjá hér til hliðar en Blanc sagði að hún gæti allt eins verið gátlisti fyrir fylgjendur sína um hvernig halda mætti í konu. Lét hann því fylgja með „hashtaggið“ #Howtomakeherstay.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira