Lífið

Lak lagi Silvíu Nætur: "Fyrirgefðu Ísland“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Gaukur ætlar að ganga á milli húsa og biðjast afsökunar.
Gaukur ætlar að ganga á milli húsa og biðjast afsökunar. Vísir/Daníel/Valli
Gaukur Úlfarsson leikstjóri og maðurinn bakvið persónu Silvíu Nætur lak lagi hennar, Til hamingju Ísland, á netið áður en lögin í Söngvakeppni sjónvarpsins voru kynnt fyrir landsmönnum árið 2006. Þetta kom fram í þættinum Árið er á Rás 2 í dag þar sem árið 2006 var til umfjöllunar.

„Ég held það sé óhætt að segja að ég hafi verið andsetinn af Silvíu Nótt á þessum tíma. Bæði ég og Ágústa lifðum tvöföldu lífi – eða allavega ég að því leytinu til að ég gat fengið útrás fyrir alls konar hrekkjabrögð í skjóli Silvíu Nætur. Þarna fannst mér eins og ef Silvía Nótt væri að keppa þá myndi hún beita öllum brögðum og svindla eins og hún gæti til þess að sigra. En ég vil biðja þjóðina afsökunar. Fyrirgefðu Ísland,“ segir Gaukur í samtali við Vísi.

Höfundur lagsins er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og textann samdi Ágústa Eva Erlendsdóttir ásamt Gauki Úlfarssyni. Höfundar lagsins sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar lekans þar sem þeir hörmuðu það að lagið hafi komist í dreifingu á netinu. Þar sagði meðal annars að lekinn hafi algjörlega verið gegn vilja höfunda og gerst án þeirrar vitundar.

Farið var fram á að Silvíu Nótt yrði vísað úr keppni en tók RÚV þá ákvörðun að lagið fengi að halda áfram keppni. Í kjölfarið lagði Kristján Hreinsson fram stjórnsýslukæru í málinu en var henni vísað frá.

Eins og kunnugt er sigraði Silvía Nótt í undankeppninni og flutti lag sitt í Aþenu í Grikklandi 19.maí 2006. Lagið var afar umdeilt og komst það ekki áfram í aðalkeppnina.

„Ég mun á næstunni fara hús í hús og biðja fólk afsökunar persónulega,“ segir Gaukur að lokum, á léttum nótum.


Tengdar fréttir

Erkióvinir eigast við á sviði

Keppnin um titilinn Fyndnasti maður Íslands stendur nú sem hæst. Á síðasta undanúrslitakvöldinu, sem fram fer í Austurbæ í kvöld, munu erkióvinirnir Eyvindur Karlsson og Egill „Gillzenegger“ Einarsson stíga á svið til að skemmta salnum.

„I'll be back“

Pistlaskrif mín á þessari leiðaraopnu byggjast á þeirri hugmynd að fátt skipti meira máli en stjórnmál. Er það starf mitt að velta upp og svara mikilvægum spurningum á borð við: Hvað er grænna en íslenskur torfbær?

Silvía Nótt seld til Svíþjóðar

Hópnum sem stendur að baki Silvíu Nótt hefur borist tilboð frá sænsku sjónvarpsstöðinni TV4 en hún er stærsta einkarekna sjónvarpsstöðin þar í landi. Gaukur Úlfarsson, leikstjóri þáttanna, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið og sagði þetta vissulega mikil gleðitíðindi.

Í hóp með Borat og Silvíu Nótt

„Mikil endalaus andskotans ládeyða ríkir á öldum ljósvakans hér á landi. Er virkilega enginn sem leggur í þessar öldur? Fyrir utan gömlu og góðu Gufuna er fátt að hlusta á, nema ef til vill Útvarp Sögu.“ Svona hefst síðasta bloggfærsla hins geðstirða Georgs Bjarnfreðarson sem vaknar til lífsins á skjám landsmanna þegar sjónvarpsþátturinn Næturvaktin hefur göngu sína.

Nóg komið af öskrum

Umræðan í íslenskri pólitík er eins og banvænt krabbamein í samfélaginu að mati Gauks Úlfarssonar, kvikmyndaleikstjóra og eins forsprakka Besta flokksins. Gaukur segir að pólitíkin sé of vond til að gott fólk hætti sér út í hana og Íslendingar séu enn jafn frekir og þeir voru fyrir hrun.

Silvíu vantaði 14 stig upp á

Silvía Nótt var þrettánda af 23 keppendum í undan­keppni Eurovision á fimmtudagskvöldið. Pólverjar voru næstir því að komast inn með sjötíu stig og Belgar voru í tólfta sæti.

Tugmilljóna samningur Silvíu og Frímanns

„Já, við erum að bjóða til veislu í hvalveiðiskipinu Eldingu í dag. Með kampavínsglas í annarri og hvalrengi í hinni,” segir Jakob Frímann Magnússon hljómplötuútgefeandi með meiru. Klukkan ellefu í dag siglir hvalveiðiskip úr Reykjavíkurhöfn með frítt föruneyti.

Einsdæmi að púað sé fyrir flutning lags

Fjöldi áhorfenda púaði og baulaði á Silvíu Nótt áður en hún hóf að flytja lag Íslendinga í undankeppni Eurovision í Ólympíuhöllinni í Grikklandi í gærkvöldi, sem mun vera einsdæmi í sögu keppninnar.

Stíll Silvíu þriðji neðsti

Búningur Silvíu Nætur í Eurovision lenti í þriðja sæti yfir þá verstu. Portúgölsku stúlkurnar í Nonstop sigruðu Barbara Dex verðlaunin, sem eru verðlaun aðdáenda keppninnar yfir versta klæðnaðinn á sviði keppninnar. Verðlaunin kallast Barbara Dex eftir belgíska kynnirnum árið 1993, en hún Barbara saumaði kjólinn sinn sjálf og þótti hann ekki til fyrirmyndar.

Grímuklæddir finnskir rokkarar unnu Evróvisjón

Finnsku þungarokkararnir Lodi tóku Evróvision keppnina með áhlaupi í gærkvöldi. Mikill fögnuður var í Finnlandi, en þar í landi eru menn vanari því að fá ekkert stig heldur en tólf.

Silvía Nótt tekur upp plötu

"Já, ég get staðfest það að Silvía Nótt er að taka upp plötu en ég get ekki sagt mikið meira en það," segir Gaukur Úlfarsson, umboðsmaður Silvíu Nætur. Lítið hefur heyrst frá Silvíu eftir að hún fór fyrir Íslands hönd í Eurovision á dögunum en eftir það skellti hún sér í frí á eyjunni Mýkonos.

Sylvía Nótt var prúðmennskan uppmáluð

Sylvía Nótt er orðin prúð í fasi. Í fyrstu umferð Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi mætti hún í hvítum englakjól og ráðlagði væntanlegum sigurvegurum að sýna hógværð og vera með fæturna á jörðinni, því það væri miklu meira “kúl” en þau látalæti sem hún varð á sínum tíma fræg fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×