Lífið

Silvía Nótt tekur upp plötu

Dívan á sviðinu í Aþenu með Romario og Pepe. Ekki er vitað hvort þeir koma fram á fyrstu plötu stjörnunnar sem nú er í vinnslu.
Dívan á sviðinu í Aþenu með Romario og Pepe. Ekki er vitað hvort þeir koma fram á fyrstu plötu stjörnunnar sem nú er í vinnslu. MYND/Valli
"Já, ég get staðfest það að Silvía Nótt er að taka upp plötu en ég get ekki sagt mikið meira en það," segir Gaukur Úlfarsson, umboðsmaður Silvíu Nætur.

Lítið hefur heyrst frá Silvíu eftir að hún fór fyrir Íslands hönd í Eurovision á dögunum en eftir það skellti hún sér í frí á eyjunni Mýkonos. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir skemmstu lofaði Gaukur tíðindum af Silvíu og nú liggur næsta verkefni fyrir.

Gaukur segir að væntanleg plata Silvíu Nætur sé gerð fyrir erlendan markað. Það þýðir auðvitað að dívan heldur áfram að mæla og syngja á enskri tungu eins og henni tókst svo ágætlega í Grikklandi.

"Þetta verkefni er komið af stað og upptökur eru að hefjast. Það má vel búast við því að einhverjar alþjóðlegar stjörnur komi fram á plötunni," segir Gaukur Úlfarsson sem þvertekur fyrir að ljóstra frekar upp um væntanlega plötu Silvíu Nætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×