Innlent

Silvíu vantaði 14 stig upp á

SIlvía grætur úrslitin.Ofurstjarnan grét sáran er ljóst var að hún kæmist ekki í úrslitin. Hún náði að koma nokkrum blótsyrðum til viðbótar að í erlendum fjölmiðlum.
SIlvía grætur úrslitin.Ofurstjarnan grét sáran er ljóst var að hún kæmist ekki í úrslitin. Hún náði að koma nokkrum blótsyrðum til viðbótar að í erlendum fjölmiðlum. MYND/Valli
Silvía Nótt var þrettánda af 23 keppendum í undan­keppni Eurovision á fimmtudagskvöldið. Pólverjar voru næstir því að komast inn með sjötíu stig og Belgar voru í tólfta sæti.

Íslensku keppendurnir fengu 62 stig, fjórtán stigum minna en Makedónía sem var síðust þjóða upp úr undanúrslitunum.

Ísland fékk eitt stig frá Bosníu, Króatíu, Frakklandi, Lettlandi, Mónakó og Armeníu, tvö stig frá Írlandi og Serbíu, þrjú stig frá Portúgal, fimm frá Eistlandi og Bretlandi, sex frá Spáni og Svíþjóð og að lokum sjö frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Litháen.

Jenny frá Andorra lenti í neðsta sæti með lostafulla laginu sínu Sensa tu en hún fékk átta stig. Hvít-Rússar voru næst neðstir með tíu stig, Mónakó vermdi 21. sætið og Hollendingar það tuttugasta í undankeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×