Innlent

Baulað á Silvíu Nótt

MYND/AP

Fjöldi áhorfenda púaði og baulaði á Silvíu Nótt, áður en hún hóf að flytja lag Íslendinga í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Olympiuhöllinni í Grikklandi í gærkvöldi, sem mun vera afar fátítt, ef ekki eins dæmi. Eftir flutning hennar var líka púað, en einnig máti greina fagnaðar hróp.

Lagið komst ekki áfram í aðal keppnina en ekki liggur fyrir hversu mörg atkvæði það hlaut í undanekppninni. Þrátt fyrir það söfnuðust íslenskir aðdáendur Silvíu víða saman í gær, bæði á heimilum og á veitingahúsum, og fylgdust spenntir með.

Hvað sem sumir segja um áhugann á söngvakeppninni, þá voru götur á höfuðborgarsvæðinu nánast auðar, eins og um miðja nótt væri, meðan á keppninni stóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×