Erlent

Ferðuðust til nítján landa á einum sólarhring og settu heimset

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá heimsmethafana norsku.
Hér má sjá heimsmethafana norsku.
Þrír Norðmenn settu heimsmet þegar þeir þurftu eingöngu einn sólarhring að ferðast til nítján landa. Þeir Gunnar farfors, Tay-young Pak og Øystein Djupvik fóru þessa frægu ferð í síðasta mánuði; byrjuðu í Grikklandi og enduðu í Liechtenstein.

Hér má sjá leiðina sem þeir fóru.
Þeir höfðu viðkomu í Makedóníu, Búlgaríu, Kósóvó, Serbíu, Króatíu, Bosníu, Slóveníu, Austurríki, Ungverjalandi, Slóvakíu, Tékklandi, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Frakklandi og Sviss. Þeir ferðuðust að mestu í bílaleigubílum, en þurftu tvisvar að stíga upp í flugvél. Þeir flugu frá Makedóníu til Serbíu og frá Austurríki til Þýskalands. 

Þeir settu sér þau skilyrði að stoppa í hverju landi og stíga þar niður fæti auk þess að taka myndir og myndbönd í öllum nítján löndunum sem þeir heimsóttu. Þeir telja að slæm veðurskilyrði hafi komið í veg fyrir að þeir hafi getað komist til Ítalíu. Þá hefðu löndin orðið tuttugu, en engu að síður bættu þeir fyrra heimsmetið sem var sautján lönd á sólarhring. Þeir áttu það met ásamt öðrum hópi. „Mér finnst ekki gaman að deila með öðrum. Að minnsta kosti ekki heimsmetum,“ skrifaði einn þremenninganna á bloggsíðu sína.

Veðmálafyrirtæki styrkti kappana í ferðalaginu og bauð almenningi að veðja hvort þeir næðu að klára.

Hér að neðan má sjá myndband frá ferðinni frægu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×