Enski boltinn

Messan: Sánchez er bara að spila eins og Suárez í fyrra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sílemaðurinn Alexis Sánchez hefur spilað mjög vel á sínu fyrsta tímabili með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og Guðmundur Benediktsson og félagar í Messunni tóku kappann fyrir í gærkvöldi.

Alexis Sánchez hefur skorað tvö mörk í síðustu tveimur leikjum Arsenal og er alls kominn með 7 mörk og 2 stoðsendingar í 9 leikjum með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

„Sánchez er bara að spila eins og Suárez í fyrra," sagði Hjörvar Hafliðason þegar Messan byrjaði að skoða frammistöðu Alexis Sánchez í 3-0 sigri á Burnley um helgina.

„Það er algjör Suárez-fnykur yfir Sánchez," bætti Hjörvar við og Ríkharður Daðason tók undir það. „Ég er algjörlega sammála því. Hann var langbesti leikmaður vallarins og út um allt. Hann sýndi okkur allt í þessum leik og er einn allra besti leikmaður deildarinnar í dag," sagði Ríkharður.

„En hefur Sánchez þessa "el lócó" hlið á sér eins og Suárez," spurði Hjörvar Ríkharð og það má svar Rikka sem og alla klippuna með því að smella hér fyrir ofan.

Umfjöllun Messunnar um Alexis Sánchez.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×