Eyddi viku á KFC eftir að kærastinn hætti með henni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. október 2014 10:46 Hér er mynd frá einum veitingastað í KFC. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti. Hin kínverska 26 ára Tan Shen fór svöng inn á KFC-veitingastað, sem er við lestarstöð í borginni Chengdu í suðvesturhluta Kína, og kom út viku seinna. Tan leið ekki vel eftir að kærastinn hennar hafði hætt með henni og þegar hungrið sótti á hana ákvað hún að kjúklingavængir frá KFC væru svarið. „Ég ætlaði ekki að vera lengi þarna inni. Mig langaði bara í kjúklingavængi,“ segir Tan í samtali við fréttavef Yahoo og heldur áfram: „En þegar ég byrjaði að borða rann upp fyrir mér að ég þyrfti tíma til að hugsa.“ Raunar fannst henni hún þurfa svo langan tíma til að hugsa að hún taldi rétt að tilkynna sig veika hjá vinnuveitanda. „Mér leið bara hræðilega,“ útskýrir hún. Tan segist hafa verið að flýja raunveruleikann á einhvern hátt með því að eyða viku á veitingastaðnum. „Ég vildi ekki fara heim í íbúðina mína því hún var uppfull af hlutum sem minntu mig á hann,“ bætir hún við og vísar þar til kærastans sem hætti með henni. Starfsfólk KFC var farið að hafa áhyggjur af Tan, eftir nokkurra daga veru á staðnum. „Staðurinn er opinn allan sólarhringinn og við fáum fullt af fólki til okkar. Fyrst held ég að ekkert okkar hafi tekið eftir henni,“ segir Jiang Li, sem vinnur á staðnum og bætir við: „Eftir nokkra daga fór maður að kannast við hana. Svo rann það upp fyrir manni að maður hafi afgreitt hana þrjá daga í röð og að hún hafi aldrei farið af staðnum.“ Jiang Li segir að starfsfólk staðarins haf spurt hana hvort ekki væri allt í góðu og að Tan hafi bara sagst vilja tíma til að hugsa. „Og svo bað hún um fleiri kjúklingavængi og stóran skammt af frönskum.“ Hann bætir við að starfsmennirnir hafi ekki sett út á þessa löngu veru Tan á staðnum því hún hafi ekki verið að skaða sig né verið til vandræða. „Og svo var hún viðskiptavinur og borgaði fyrir matinn sinn.“ Eftir að Tan hafði eytt nokkrum dögum á staðnum fóru fjölmiðlar í Kína að sýna málinu áhuga. Eftir vikudvöl á staðnum ákvað Tan að það væri komið nóg af vængjum og athygli og ákvað að fara til foreldra sinna. „Ég þufrti bara að komast frá öllu og ég var búin að fá nóg af bragðinu af kjúklingi.“ Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Hin kínverska 26 ára Tan Shen fór svöng inn á KFC-veitingastað, sem er við lestarstöð í borginni Chengdu í suðvesturhluta Kína, og kom út viku seinna. Tan leið ekki vel eftir að kærastinn hennar hafði hætt með henni og þegar hungrið sótti á hana ákvað hún að kjúklingavængir frá KFC væru svarið. „Ég ætlaði ekki að vera lengi þarna inni. Mig langaði bara í kjúklingavængi,“ segir Tan í samtali við fréttavef Yahoo og heldur áfram: „En þegar ég byrjaði að borða rann upp fyrir mér að ég þyrfti tíma til að hugsa.“ Raunar fannst henni hún þurfa svo langan tíma til að hugsa að hún taldi rétt að tilkynna sig veika hjá vinnuveitanda. „Mér leið bara hræðilega,“ útskýrir hún. Tan segist hafa verið að flýja raunveruleikann á einhvern hátt með því að eyða viku á veitingastaðnum. „Ég vildi ekki fara heim í íbúðina mína því hún var uppfull af hlutum sem minntu mig á hann,“ bætir hún við og vísar þar til kærastans sem hætti með henni. Starfsfólk KFC var farið að hafa áhyggjur af Tan, eftir nokkurra daga veru á staðnum. „Staðurinn er opinn allan sólarhringinn og við fáum fullt af fólki til okkar. Fyrst held ég að ekkert okkar hafi tekið eftir henni,“ segir Jiang Li, sem vinnur á staðnum og bætir við: „Eftir nokkra daga fór maður að kannast við hana. Svo rann það upp fyrir manni að maður hafi afgreitt hana þrjá daga í röð og að hún hafi aldrei farið af staðnum.“ Jiang Li segir að starfsfólk staðarins haf spurt hana hvort ekki væri allt í góðu og að Tan hafi bara sagst vilja tíma til að hugsa. „Og svo bað hún um fleiri kjúklingavængi og stóran skammt af frönskum.“ Hann bætir við að starfsmennirnir hafi ekki sett út á þessa löngu veru Tan á staðnum því hún hafi ekki verið að skaða sig né verið til vandræða. „Og svo var hún viðskiptavinur og borgaði fyrir matinn sinn.“ Eftir að Tan hafði eytt nokkrum dögum á staðnum fóru fjölmiðlar í Kína að sýna málinu áhuga. Eftir vikudvöl á staðnum ákvað Tan að það væri komið nóg af vængjum og athygli og ákvað að fara til foreldra sinna. „Ég þufrti bara að komast frá öllu og ég var búin að fá nóg af bragðinu af kjúklingi.“
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira