Eyddi viku á KFC eftir að kærastinn hætti með henni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. október 2014 10:46 Hér er mynd frá einum veitingastað í KFC. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti. Hin kínverska 26 ára Tan Shen fór svöng inn á KFC-veitingastað, sem er við lestarstöð í borginni Chengdu í suðvesturhluta Kína, og kom út viku seinna. Tan leið ekki vel eftir að kærastinn hennar hafði hætt með henni og þegar hungrið sótti á hana ákvað hún að kjúklingavængir frá KFC væru svarið. „Ég ætlaði ekki að vera lengi þarna inni. Mig langaði bara í kjúklingavængi,“ segir Tan í samtali við fréttavef Yahoo og heldur áfram: „En þegar ég byrjaði að borða rann upp fyrir mér að ég þyrfti tíma til að hugsa.“ Raunar fannst henni hún þurfa svo langan tíma til að hugsa að hún taldi rétt að tilkynna sig veika hjá vinnuveitanda. „Mér leið bara hræðilega,“ útskýrir hún. Tan segist hafa verið að flýja raunveruleikann á einhvern hátt með því að eyða viku á veitingastaðnum. „Ég vildi ekki fara heim í íbúðina mína því hún var uppfull af hlutum sem minntu mig á hann,“ bætir hún við og vísar þar til kærastans sem hætti með henni. Starfsfólk KFC var farið að hafa áhyggjur af Tan, eftir nokkurra daga veru á staðnum. „Staðurinn er opinn allan sólarhringinn og við fáum fullt af fólki til okkar. Fyrst held ég að ekkert okkar hafi tekið eftir henni,“ segir Jiang Li, sem vinnur á staðnum og bætir við: „Eftir nokkra daga fór maður að kannast við hana. Svo rann það upp fyrir manni að maður hafi afgreitt hana þrjá daga í röð og að hún hafi aldrei farið af staðnum.“ Jiang Li segir að starfsfólk staðarins haf spurt hana hvort ekki væri allt í góðu og að Tan hafi bara sagst vilja tíma til að hugsa. „Og svo bað hún um fleiri kjúklingavængi og stóran skammt af frönskum.“ Hann bætir við að starfsmennirnir hafi ekki sett út á þessa löngu veru Tan á staðnum því hún hafi ekki verið að skaða sig né verið til vandræða. „Og svo var hún viðskiptavinur og borgaði fyrir matinn sinn.“ Eftir að Tan hafði eytt nokkrum dögum á staðnum fóru fjölmiðlar í Kína að sýna málinu áhuga. Eftir vikudvöl á staðnum ákvað Tan að það væri komið nóg af vængjum og athygli og ákvað að fara til foreldra sinna. „Ég þufrti bara að komast frá öllu og ég var búin að fá nóg af bragðinu af kjúklingi.“ Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Hin kínverska 26 ára Tan Shen fór svöng inn á KFC-veitingastað, sem er við lestarstöð í borginni Chengdu í suðvesturhluta Kína, og kom út viku seinna. Tan leið ekki vel eftir að kærastinn hennar hafði hætt með henni og þegar hungrið sótti á hana ákvað hún að kjúklingavængir frá KFC væru svarið. „Ég ætlaði ekki að vera lengi þarna inni. Mig langaði bara í kjúklingavængi,“ segir Tan í samtali við fréttavef Yahoo og heldur áfram: „En þegar ég byrjaði að borða rann upp fyrir mér að ég þyrfti tíma til að hugsa.“ Raunar fannst henni hún þurfa svo langan tíma til að hugsa að hún taldi rétt að tilkynna sig veika hjá vinnuveitanda. „Mér leið bara hræðilega,“ útskýrir hún. Tan segist hafa verið að flýja raunveruleikann á einhvern hátt með því að eyða viku á veitingastaðnum. „Ég vildi ekki fara heim í íbúðina mína því hún var uppfull af hlutum sem minntu mig á hann,“ bætir hún við og vísar þar til kærastans sem hætti með henni. Starfsfólk KFC var farið að hafa áhyggjur af Tan, eftir nokkurra daga veru á staðnum. „Staðurinn er opinn allan sólarhringinn og við fáum fullt af fólki til okkar. Fyrst held ég að ekkert okkar hafi tekið eftir henni,“ segir Jiang Li, sem vinnur á staðnum og bætir við: „Eftir nokkra daga fór maður að kannast við hana. Svo rann það upp fyrir manni að maður hafi afgreitt hana þrjá daga í röð og að hún hafi aldrei farið af staðnum.“ Jiang Li segir að starfsfólk staðarins haf spurt hana hvort ekki væri allt í góðu og að Tan hafi bara sagst vilja tíma til að hugsa. „Og svo bað hún um fleiri kjúklingavængi og stóran skammt af frönskum.“ Hann bætir við að starfsmennirnir hafi ekki sett út á þessa löngu veru Tan á staðnum því hún hafi ekki verið að skaða sig né verið til vandræða. „Og svo var hún viðskiptavinur og borgaði fyrir matinn sinn.“ Eftir að Tan hafði eytt nokkrum dögum á staðnum fóru fjölmiðlar í Kína að sýna málinu áhuga. Eftir vikudvöl á staðnum ákvað Tan að það væri komið nóg af vængjum og athygli og ákvað að fara til foreldra sinna. „Ég þufrti bara að komast frá öllu og ég var búin að fá nóg af bragðinu af kjúklingi.“
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira