Stefnir Jóni Gnarr í von um að fá nauðsynlega þjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. október 2014 16:20 Benedikt Hákon Bjarnason. vísir/stefán Benedikt Hákon Bjarnason, fjölfatlaður maður sem nauðsynlega þarf á sólarhringsaðstoð að halda, hefur stefnt Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar. Benedikt fer fram á að felld verði út gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar um synjun á beiðni hans um sólarhringsaðstoð. Nú þegar fær hann aðstoð frá Reykjavíkurborg á daginn, eða í 16 klukkustundir á dag. Þá fer hann fram á eina og hálfa milljón króna í miskabætur í ljósi þess að aðstandendur og starfsmenn hafa aðstoðað hann launalaust í átta klukkustundir á dag síðustu ár. Í stefnunni segir að Benedikt gæti orðið fyrir stórtjóni sé hann án eftirlits, bæði vegna fötlunar hans en einnig vegna mikillar flogaveiki. Hann hefur ítrekað óskað eftir að honum verði veitt aðstoð í samræmi við fötlun hans en hefur honum ávallt verið synjað. Að mati Elíasar Ólafssonar, yfirlæknis á taugalækningadeild Landspítalans, þarf Benedikt aðstoð við alla þætti daglegs lífs, hann tali ekki og geti ekki verið einn. „Það er óumdeild læknisfræðileg staðreynd, sem jafnframt er hverjum manni ljós sem hittir stefnanda í fyrsta skipti, að hann þarf á sólarhringsaðstoð þar sem honum er ókleift að sjá um sig sjálfur,“ segir í stefnunni. Benedikt hefur búið á eigin heimili með stuðningi stjórnvalda og aðstandenda frá 2001. Hann fékk fyrstur fjölfatlaðra manna að taka þátt í tilraunaverkefni sem aðstandendur hans komu á fót og svipar til þess sem nú hefur verið fært í lög um málefni fatlaðs fólks undir heitinu Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA). Greiðslur vegna verkefnisins hafa þó ekki staðið undir sér en samkvæmt stefnu fær hann greiddar um 1,6 milljónir króna sem eiga að fara í laun starfsmanna. Frá byrjun árs 2011 hefur móðir Benedikts, Dóra S. Bjarnadóttir, ítrekað beðist þess að komið væri til móts við þörf og nauðsyn sonar síns fyrir aukna þjónustu. „Þeim fjölmörgu beiðnum hefur ýmist verið hafnað án rökstuðnings eða ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti,“ segir í stefnunni. Aðalmeðferð málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tengdar fréttir Endurheimti hjólastólinn og fékk lögregluderhúfu í kaupbæti Fatlaður maður sem lenti í því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann fór í göngutúr í Elliðaárdalnum fékk stólinn aftur í dag. Hjón á kvöldgöngu fundu stólinn í gær og höfðu samband við lögreglu. 7. nóvember 2011 21:00 Hjólastólnum stolið af fötluðum manni „Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. 7. nóvember 2011 09:00 Hjólastóllinn kominn í leitirnar Fatlaður maður sem varð fyrir því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann var í göngutúr með aðstoðarmanni sínum, fær stólinn sinn aftur í dag. Móðir mannsins telur að þarna hafi verið á ferðinni einstaklingur með brenglað skopskyn. 7. nóvember 2011 12:15 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Benedikt Hákon Bjarnason, fjölfatlaður maður sem nauðsynlega þarf á sólarhringsaðstoð að halda, hefur stefnt Jóni Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar. Benedikt fer fram á að felld verði út gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar um synjun á beiðni hans um sólarhringsaðstoð. Nú þegar fær hann aðstoð frá Reykjavíkurborg á daginn, eða í 16 klukkustundir á dag. Þá fer hann fram á eina og hálfa milljón króna í miskabætur í ljósi þess að aðstandendur og starfsmenn hafa aðstoðað hann launalaust í átta klukkustundir á dag síðustu ár. Í stefnunni segir að Benedikt gæti orðið fyrir stórtjóni sé hann án eftirlits, bæði vegna fötlunar hans en einnig vegna mikillar flogaveiki. Hann hefur ítrekað óskað eftir að honum verði veitt aðstoð í samræmi við fötlun hans en hefur honum ávallt verið synjað. Að mati Elíasar Ólafssonar, yfirlæknis á taugalækningadeild Landspítalans, þarf Benedikt aðstoð við alla þætti daglegs lífs, hann tali ekki og geti ekki verið einn. „Það er óumdeild læknisfræðileg staðreynd, sem jafnframt er hverjum manni ljós sem hittir stefnanda í fyrsta skipti, að hann þarf á sólarhringsaðstoð þar sem honum er ókleift að sjá um sig sjálfur,“ segir í stefnunni. Benedikt hefur búið á eigin heimili með stuðningi stjórnvalda og aðstandenda frá 2001. Hann fékk fyrstur fjölfatlaðra manna að taka þátt í tilraunaverkefni sem aðstandendur hans komu á fót og svipar til þess sem nú hefur verið fært í lög um málefni fatlaðs fólks undir heitinu Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA). Greiðslur vegna verkefnisins hafa þó ekki staðið undir sér en samkvæmt stefnu fær hann greiddar um 1,6 milljónir króna sem eiga að fara í laun starfsmanna. Frá byrjun árs 2011 hefur móðir Benedikts, Dóra S. Bjarnadóttir, ítrekað beðist þess að komið væri til móts við þörf og nauðsyn sonar síns fyrir aukna þjónustu. „Þeim fjölmörgu beiðnum hefur ýmist verið hafnað án rökstuðnings eða ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti,“ segir í stefnunni. Aðalmeðferð málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Tengdar fréttir Endurheimti hjólastólinn og fékk lögregluderhúfu í kaupbæti Fatlaður maður sem lenti í því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann fór í göngutúr í Elliðaárdalnum fékk stólinn aftur í dag. Hjón á kvöldgöngu fundu stólinn í gær og höfðu samband við lögreglu. 7. nóvember 2011 21:00 Hjólastólnum stolið af fötluðum manni „Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. 7. nóvember 2011 09:00 Hjólastóllinn kominn í leitirnar Fatlaður maður sem varð fyrir því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann var í göngutúr með aðstoðarmanni sínum, fær stólinn sinn aftur í dag. Móðir mannsins telur að þarna hafi verið á ferðinni einstaklingur með brenglað skopskyn. 7. nóvember 2011 12:15 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Endurheimti hjólastólinn og fékk lögregluderhúfu í kaupbæti Fatlaður maður sem lenti í því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann fór í göngutúr í Elliðaárdalnum fékk stólinn aftur í dag. Hjón á kvöldgöngu fundu stólinn í gær og höfðu samband við lögreglu. 7. nóvember 2011 21:00
Hjólastólnum stolið af fötluðum manni „Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. 7. nóvember 2011 09:00
Hjólastóllinn kominn í leitirnar Fatlaður maður sem varð fyrir því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann var í göngutúr með aðstoðarmanni sínum, fær stólinn sinn aftur í dag. Móðir mannsins telur að þarna hafi verið á ferðinni einstaklingur með brenglað skopskyn. 7. nóvember 2011 12:15