Erlent

Hert hryðjuverkalöggjöf í Kanada

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stephen Harper og Laureen kona hans koma á árásarstaðinn í dag.
Stephen Harper og Laureen kona hans koma á árásarstaðinn í dag. Vísir/Getty
Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, hefur heitið því að herða hryðjuverkalöggjöf landsins í kjölfar skotárásarinnar við kanadíska þinghúsið í gær þar sem tveir létust, hermaður og árásarmaðurinn. Þetta kemur fram á vef BBC.

Forsætisráðherrann  sagði að flýta ætti fyrir löggjöf sem myndi gefa eftirlitsaðilum og öryggisfyrirtæki auknar heimildir til að bregðast við ógn, sambærilegri því sem kom upp í gær.

Harper ávarpaði þingheim í dag og sagði að markmið árásarinnar hafi verið að ala á ótta og ofsahræðslu í Kanada. Það myndi þó ekki takast þar sem árásinni verði mætt skynsamlegan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×